Áhorfandi reyndi ítrekað að trufla Rory 21. júlí 2014 15:02 McIlroy bendir mótshöldurum á manninn sem truflaði hann. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“ Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira