Ragna Lóa: Alveg nóg að vinna leiki 1-0 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2014 13:20 Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna. Vísir/Getty Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfari fyrri hluti Pepsi-deildar kvenna, en þetta var tilkynnt á fundi í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Nýliðum Fylkis hefur gengið flest í haginn á tímabilinu og liðið situr sem stendur í 4. sæti Pepsi-deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki. Ragna, sem tók við þjálfun Fylkis fyrir síðasta tímabil, segir að sú vinna sem fór fram á undirbúningstímabilinu liggi árangri Fylkiskvenna til grundvallar. "Ég þakka árangurinn frábæru liði sem var tilbúið að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu. "Það er engin spurning að allt það sem gerðum á undirbúningstímabilinu er að skila sér. Við lögðum mikla áherslu á að koma mjög vel undirbúnar til leiks og vera allavega í toppformi, og það hefur gengið eftir og skilað sínu," sagði Ragna. Varnarleikur Fylkis hefur verið mjög sterkur það sem af er sumri. Liðið hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í leikjunum níu og Fylkir átti tvo varnarmenn í úrvalsliðinu sem var kynnt í dag, þær CarysHawkins og Lovísu Sólveigu Erlingsdóttur. "Við höfum lagt mjög mikla áherslu á varnarleikinn. Ef það er ekki skorað hjá þér, þá taparðu ekki leikjum. "Það hefur vantað aðeins upp á sóknarleikinn. Varnarleikurinn hjá okkur er spilaður alveg frá fremsta manni og það hefur kannski bitnað aðeins á sóknarleiknum. "En við erum ekkert ósáttar, við gerum bara það sem þarf. Það er alveg nóg að vinna leiki 1-0," sagði Ragna sem býst við að seinni umferðin verði Fylkisliðinu erfiðari en sú fyrri. "Seinni umferðin verður okkur alveg örugglega talsvert erfiðari. Við erum að missa leikmenn, en við vonumst til að önnur lið séu að því líka. "Þetta lið okkar búið að fara nokkuð langt á stemmningu og gleði og við þurfum bara að halda því áfram," sagði Ragna að lokum, en Fylkir mætir ÍA á heimavelli klukkan 19:15 í kvöld.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Harpa og Ragna Lóa bestar Verðlaun veitt fyrir fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna. 21. júlí 2014 12:27