Með um 40 bleikjur á morgunvakt í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 21. júlí 2014 11:20 Jedarinn með tvær fallegar bleikjur úr afla gærdagsins Mynd: KL Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Það var mikið fjölmenni veiðimanna og útivistarfólks við Þingvallavatn í gær enda veðurblíðan með eindæmum góð. Það var ekki hlaupið að því að fá bílastæði við vatnið, hvorki við veiðistaði eða annars staðar, svo mikill var fjöldinn við vatnið í gær. Frá morgni og til um klukkan þrjú var logn og hiti um 20 gráður sem sólarunnendur og veiðimenn kunni vel að meta, meira að segja bleikjan í vatninu virtist komast í gang því veiðin var ágæt hjá flestum. Einn veiðimaður stóð þó klárlega uppúr þegar hann gekk að bílastæðinu frá veiðistaðnum sínum klyfjaður fallegum 2-4 punda bleikjum sem fyllti tvo netpoka. Þessi knái veiðimaður heitir Jedarinn Kongasanan og er orðinn vel þekktur fyrir góð aflabrögð við vatnið. Samtals náði hann um 40 bleikjum á land fyrir klukkan 10 um morguninn sem allar tóku svarta púpu með kúluhaus. Það var mikið líf á öllum veiðistöðum í gær og veiðimenn stóðu á öllum lausum töngum og stundum voru 4-5 stangir allar með fisk á í einu. Bleikjan var líka að taka þurrflugu framan af degi en mikil vök var víða og oft vænar bleikjur á ferðinni sem syntu alveg upp við hraða land.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 80 sentimetra langur sjóbirtingur í Varmá Veiði Fékk 15 punda urriða í Varmá Veiði Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum Veiði Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði Frestur til að sækja um hreindýr að renna út Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði