Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður Randver Kári Randversson skrifar 31. júlí 2014 16:52 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA „Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur. Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Ég er í prinsippinu ekki á móti því að skipa stjórnmálamenn, ef að þeir hafa reynslu og þekkingu á sviði utanríkismála. Ég kaus hins vegar að fara aðra leið sem utanríkisráðherra, enda var þá nýbúið að stútfylla utanríkisþjónustuna af sendiherrum sem teknir voru utan ráðuneytis,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, aðspurður hvort hann telji heppilegt að skipa stjórnmálamenn í sendiherrastöður. Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Í ráðherratíð sinni skipaði Össur Skarphéðinsson sjö sendiherra, þau Önnu Jóhannsdóttur, Auðun Atlason, Einar Gunnarsson, Maríu Erlu Marelsdóttur, Martin Eyjólfsson, Högna Kristjánsson, og Pétur Ásgeirsson. Þá skipaði Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, þá Hermann Örn Ingólfsson og Jörund Valtýsson í embætti sendiherra nú í vor. Með skipun þeirra Árna og Geirs eru nú í fyrsta skipti í sex ár skipaðir núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn í stöðu sendiherra. Að sögn Össurar fer ráðningarferli í stöðu sendiherra þannig fram að þegar starfsmanni innan ráðuneytisins væri lyft í raðir sendiherra væri þeim starfsmanni einfaldlega boðin staðan. Það sé svo undir viðkomandi komið hvort hann þiggi stöðuna eða ekki. Það komi fyrir að menn hafni því af ýmsum ástæðum. Össur er ekki þeirrar skoðunar að auglýsa eigi stöður sendiherra því erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar. „Ég velti því fyrir mér á sínum tíma. Ég taldi til dæmis að það gæti verið heppilegt að geta valið í slíka stöðu menn sem að hvorki tengjast stjórnmálum eða stjórnmálaflokkum en hefðu sannað sig á öðrum velli í samfélaginu,“ segir Össur. Nefnir Össur til dæmis menn sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af utanríkisviðskiptum eða þá fólk með brennandi ástríðu og reynslu af listum og menningu. „Slíkt fólk tel ég að eigi mjög vel heima í utanríkisþjónustunni. Ég tala nú ekki um ef þetta hvoru tveggja fer saman. Ég tel að slíkir menn séu eftirsóknarverðir, en ég er ekki viss um að það sé hægt að velja þá með auglýsingum,“ segir Össur.
Tengdar fréttir Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00 Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Geir H. Haarde skipaður sendiherra Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður. 30. júlí 2014 20:00
Líklegast að Geir fari til Washington og Árni til Moskvu Líklegast þykir að Geir H. Haarde verði sendiherra Íslands í Washington og að Árni Þór Sigurðsson verði sendiherra Íslands í Moskvu. 31. júlí 2014 11:08