Ótrúleg velgengni, nauðgun, fangelsisvist og dótturmissir 31. júlí 2014 15:30 Jamie Foxx og Mike Tyson Vísir/Getty/Getty Heimildamenn kvikmyndavefsins Variety segja að Jamie Foxx sé orðaður við hlutverk Mikes Tyson í kvikmynd byggðri á ævi boxarans. Terence Winter kemur til með að skrifa handritið, en hann skrifaði síðast The Wolf of Wall Street. Rick Yorn, umboðsmaður Foxx, verður framleiðandi kvikmyndarinnar. Tyson er þekktur fyrir kraft sinn og grimmd sem hann sýndi inn í hringnum og utan hans. Hann var ekki eingöngu besti boxarinn í lok níunda áratugsins, heldur líka einn vinsælasti íþróttamaðurinn í augum almennings. Eftir að hafa tapað titlinum 1990 eftir tap fyrir Buster Douglas snerist líf Tysons á hvolf, og hann sat meðal annars í fangelsi í sex ár eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Tyson steig aftur inn í hringinn eftir að hann losnaði úr fangelsi, en náði ekki sömu hæðum á ferlinum og áður. Hann varð hvað best þekktur fyrir tap sitt fyrir Evander Holyfield, þar sem Tyson beit eyrað af mótherja sínum. Hann varð gjaldþrota árið 2003, settist í helgan stein árið 2005 og árið 2009 lést dóttir hans. Hann gaf út sjálfsævisögu, Undisputed Truth, sem komst á lista New York Times yfir best seldu bækurnar og í kjölfarið setti hann upp verk byggt á bókinni í Vegas árið 2012 sem var síðar sett upp á Broadway, með hjálp Spike Lee. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Heimildamenn kvikmyndavefsins Variety segja að Jamie Foxx sé orðaður við hlutverk Mikes Tyson í kvikmynd byggðri á ævi boxarans. Terence Winter kemur til með að skrifa handritið, en hann skrifaði síðast The Wolf of Wall Street. Rick Yorn, umboðsmaður Foxx, verður framleiðandi kvikmyndarinnar. Tyson er þekktur fyrir kraft sinn og grimmd sem hann sýndi inn í hringnum og utan hans. Hann var ekki eingöngu besti boxarinn í lok níunda áratugsins, heldur líka einn vinsælasti íþróttamaðurinn í augum almennings. Eftir að hafa tapað titlinum 1990 eftir tap fyrir Buster Douglas snerist líf Tysons á hvolf, og hann sat meðal annars í fangelsi í sex ár eftir að hann var dæmdur fyrir nauðgun. Tyson steig aftur inn í hringinn eftir að hann losnaði úr fangelsi, en náði ekki sömu hæðum á ferlinum og áður. Hann varð hvað best þekktur fyrir tap sitt fyrir Evander Holyfield, þar sem Tyson beit eyrað af mótherja sínum. Hann varð gjaldþrota árið 2003, settist í helgan stein árið 2005 og árið 2009 lést dóttir hans. Hann gaf út sjálfsævisögu, Undisputed Truth, sem komst á lista New York Times yfir best seldu bækurnar og í kjölfarið setti hann upp verk byggt á bókinni í Vegas árið 2012 sem var síðar sett upp á Broadway, með hjálp Spike Lee.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira