Körfubolti

Scott: Þeir verða að hugsa eins og við gerðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Scott, ásamt Jamaal Wilkes, Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson á blaðamannafundinum í gær.
Scott, ásamt Jamaal Wilkes, Kareem Abdul-Jabbar og Magic Johnson á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Getty
Byron Scott, nýráðinn þjálfari Los Angeles Lakers, telur að reynsla hans af því að vinna titla sem leikmaður hjá félaginu geri hann að rétta manninum til að reisa það til vegs og virðingar á nýjan leik.

„Það snýst allt um að vinna hjá þessu félagi, svo einfalt er það,“ sagði Scott á fyrsta blaðamannafundi sínum sem þjálfari Lakers í gær.

„Við horfum ekki á úrslit Vesturdeildarinnar, við horfum á NBA-titilinn. Við vitum að það er mikið verk óunnið, en ég er spenntur. Ég elska áskoranir, svo þetta verður gaman.“

Scott segist ætla að endurvekja gamla Lakers-andann hjá félaginu.

„Það fyrsta sem ég þarf að gera er að fá þá til að hugsa eins og við gerðum,“ sagði Scott sem vann þrjá NBA-meistaratitla með Lakers á 9. áratug síðustu aldar ásamt mönnum á borð við Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og James Worthy.

„Við þurfum að breyta hugarfarinu. Þú á ekki að vera gaman inni í klefa eftir tap, þér á að svíða undan því.“

Scott segist hafa beðið eftir tækifærinu að þjálfa Lakers í mörg ár.

„Þetta hefur lengi verið draumur og nú hefur hann ræst. Ég hef mikla ástríðu fyrir félaginu. Það eina sem ég sé eftir er að Dr. Buss sé ekki með okkur í dag,“ sagði Scott sem vísaði þar til Dr. Jerry Buss, aðaleiganda Lakers til margra ára, sem lést í fyrra, 80 ára að aldri.

NBA

Tengdar fréttir

Scott tekur við Lakers

Byron Scott hefur staðfest að hann verði næsti þjálfari körfuboltaliðsins sigursæla, Los Angeles Lakers.

Kobe vill fá Byron Scott

Leitin að nýjum þjálfara LA Lakers stendur enn yfir en stjarna liðsins, Kobe Bryant, er búinn að setja pressu á stjórn félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×