Körfubolti

Oden handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Oden í leik með Miami Heat á síðasta ári.
Oden í leik með Miami Heat á síðasta ári. Vísir/Getty
Greg Oden sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2007 var í nótt handtekinn í Indianapolis fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína.

Ferill Oden í NBA-deildinni hefur verið ein stór sorgarsaga allt frá því að hann var valinn með fyrsta valrétt af Portland Trailblazers árið 2007.

Oden hefur aðeins náð að leika 82 leiki á fimm ára tímabili en hann hefur glímt við meiðsli á hné. Hefur ákvörður Portland um að velja hann frekar en Kevin Durant verið nefnd sem ein af verstu ákvörðunum í sögu nýliðavalsins.

Oden fékk annað tækifæri með Miami Heat á nýafstöðnu tímabili en hann lék 26 leiki með liðinu í vetur. Voru fimm ár liðin frá því að hann lék síðast leik í NBA-deildinni þegar hann kom inná í leik gegn Washington Wizards í janúar.

Óvíst er hvort eitthvað annað lið gefi Oden tækifæri á næsta tímabili en hann er samningslaus eftir að samningi hans við Miami Heat lauk í vor.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×