Körfubolti

Cleveland og Minnesota komast að samkomulagi um Love

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kevin Love og LeBron James verða liðsfélagar á næsta tímabili.
Kevin Love og LeBron James verða liðsfélagar á næsta tímabili. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum Yahoo Sports er stjörnuframherjinn Kevin Love á leiðinni til Cleveland Cavaliers eftir að félagið komst að samkomulagi við Minnesota Timberwolves um leikmannaskipti.

Minnesota fær Andrew Wiggins, Anthony Bennett og fyrsta valrétt Cleveland í nýliðavalinu á næsta tímabili fyrir Love. Cleveland valdi Wiggins með fyrsta valrétt í nýliðavalinu í vor og Bennett með fyrsta valrétt fyrir ári síðan.

Love sem er 25 ára hefur leiki með Minnesota allan sinn NBA-feril en félagið valdi hann með fimmta valrétt í nýliðavalinu árið 2008. Honum hefur hinsvegar aldrei tekist að koma félaginu í úrslitakeppnina í ógnarsterkri Vesturdeild.

Love á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Minnesota og fór hann ekki leynt með að hann myndi ekki framlengja hjá félaginu. Love hefur hinsvegar komist að samkomulagi við Cleveland Cavaliers að hann skrifi undir nýjan samning er hann gengur til liðs við félagið.

Það verður því ógnvægilegt þríeyki sem Cleveland mun tefla fram á næsta ári. Besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, gekk til liðs við Cleveland í vor ásamt því að leikstjórnandinn Kyrie Irving skrifaði nýlega undir framlengingu á samningi sínum við Cleveland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×