Hættu að henda peningum í ruslið Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 11:00 Vísir/Getty Þriðjungur alls matar sem framleiddur er í heiminum fer í ruslið. Íslendingar eiga sinn þátt í því en við hendum árlega matvælum fyrir 30 milljarða króna. Þetta er mikil sóun á fjármunum landsmanna og heimsbyggðarinnar allrar og ekki má gleyma því að afleiðingarnar fyrir umhverfið eru hræðilegar. Rotnandi ruslahaugar eru orðið mikið vandamál í heiminum, þeir valda mikilli mengun og stuðla að hlýnun jarðar. Hér koma nokkur ráð sem hægt er að fylgja til þess að henda minna af matvælum. Þú hjálpar til við að vernda umhverfið og sparar í leiðinni. 1. Gerðu matseðil fyrir vikuna. Planaðu hvað þú ætlar að borða og elda í vikunni. Athugaðu hvað þú átt til í eldhúsinu og skrifaðu niður það sem vantar úr búðinni. Taktu listann með þér í búðina og haltu þig við hann. Ekki freistast af tilboðum í matvöruverslunum og forðastu að versla á fastandi maga, fólk hefur tilhneigingu til þess að kaupa meira þegar það er svangt. Þú sparar tíma með því að vera búin að ákveða hvað þú ætlar að kaupa og kaupir sjaldnar vörur sem þú þarft ekki á að halda. 2. Hafðu ísskápinn í lagi. Raðaðu inn í ískápinn þannig að þú sjáir hvað er inn í honum og maturinn týnist ekki og skemmist. Þegar þú kemur úr búðinni settu nýja matinn aftast og það sem var þegar í ískápnum fremst til þess að forðast það að finna ónýtan mat í felum aftast í ísskápnum. Gættu þess einnig að ísskápurinn sé með rétt hitastig þannig að maturinn skemmist síður. Kælivara á að vera geymd í 0-4 °C til þess að haldast fersk sem lengst. 3. Ekki henda mat. Nýttu það sem þú átt til í stað þess að henda því. Ávexti sem eru að verða linir er til dæmis hægt að nota í djúsa eða grauta og grænmeti sem er á síðasta séns er hægt að nota í súpur. 4. Notaðu afganga. Í staðinn fyrir að henda afgöngunum beint í ruslið er hægt að setja þá inn í ískáp og hita þá upp í hádeginu næsta dag eða bæta þeim í næsta rétt. 5. Passaðu skammtastærðirnar. Hafðu skammtana litla, það er alltaf hægt að fá sér aftur. Þetta er sérstaklega hjálplegt þegar er verið að gefa börnum að borða, þau eiga oft erfitt með að reikna út hversu mikið þau eiga eftir að borða. Þá er hægt að nýta afgangana í staðinn fyrir að henda þeim af disknum. 6. Frystu það sem þú ætlar ekki að nota strax. Ef þú ætlar að borða lítinn hluta af því sem þú kaupir, frystu þá afganginn og notaðu síðar. Einnig er hægt að frysta ávexti sem eru að verða linir og nota til þess að búa til ís eða djúsa. Fyrir þá sem vilja fræðast meira þetta málefni bendum við á vefsíðurnar myzerowaste og Vakandi. Heilsa Loftslagsmál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Þriðjungur alls matar sem framleiddur er í heiminum fer í ruslið. Íslendingar eiga sinn þátt í því en við hendum árlega matvælum fyrir 30 milljarða króna. Þetta er mikil sóun á fjármunum landsmanna og heimsbyggðarinnar allrar og ekki má gleyma því að afleiðingarnar fyrir umhverfið eru hræðilegar. Rotnandi ruslahaugar eru orðið mikið vandamál í heiminum, þeir valda mikilli mengun og stuðla að hlýnun jarðar. Hér koma nokkur ráð sem hægt er að fylgja til þess að henda minna af matvælum. Þú hjálpar til við að vernda umhverfið og sparar í leiðinni. 1. Gerðu matseðil fyrir vikuna. Planaðu hvað þú ætlar að borða og elda í vikunni. Athugaðu hvað þú átt til í eldhúsinu og skrifaðu niður það sem vantar úr búðinni. Taktu listann með þér í búðina og haltu þig við hann. Ekki freistast af tilboðum í matvöruverslunum og forðastu að versla á fastandi maga, fólk hefur tilhneigingu til þess að kaupa meira þegar það er svangt. Þú sparar tíma með því að vera búin að ákveða hvað þú ætlar að kaupa og kaupir sjaldnar vörur sem þú þarft ekki á að halda. 2. Hafðu ísskápinn í lagi. Raðaðu inn í ískápinn þannig að þú sjáir hvað er inn í honum og maturinn týnist ekki og skemmist. Þegar þú kemur úr búðinni settu nýja matinn aftast og það sem var þegar í ískápnum fremst til þess að forðast það að finna ónýtan mat í felum aftast í ísskápnum. Gættu þess einnig að ísskápurinn sé með rétt hitastig þannig að maturinn skemmist síður. Kælivara á að vera geymd í 0-4 °C til þess að haldast fersk sem lengst. 3. Ekki henda mat. Nýttu það sem þú átt til í stað þess að henda því. Ávexti sem eru að verða linir er til dæmis hægt að nota í djúsa eða grauta og grænmeti sem er á síðasta séns er hægt að nota í súpur. 4. Notaðu afganga. Í staðinn fyrir að henda afgöngunum beint í ruslið er hægt að setja þá inn í ískáp og hita þá upp í hádeginu næsta dag eða bæta þeim í næsta rétt. 5. Passaðu skammtastærðirnar. Hafðu skammtana litla, það er alltaf hægt að fá sér aftur. Þetta er sérstaklega hjálplegt þegar er verið að gefa börnum að borða, þau eiga oft erfitt með að reikna út hversu mikið þau eiga eftir að borða. Þá er hægt að nýta afgangana í staðinn fyrir að henda þeim af disknum. 6. Frystu það sem þú ætlar ekki að nota strax. Ef þú ætlar að borða lítinn hluta af því sem þú kaupir, frystu þá afganginn og notaðu síðar. Einnig er hægt að frysta ávexti sem eru að verða linir og nota til þess að búa til ís eða djúsa. Fyrir þá sem vilja fræðast meira þetta málefni bendum við á vefsíðurnar myzerowaste og Vakandi.
Heilsa Loftslagsmál Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira