Rétt sleppur við tundurskeyti Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 12:38 Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent