Útilokar ekki að velja Tiger í Ryder-liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 21:30 Tiger Woods fékk tak í bakið eftir þetta högg á annarri braut á Firestone-vellinum. vísir/getty Tom Watson, fimmfaldur sigurvegari á opna breska meistaramótinu og fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, segir að meiðsli Tigers Woods um helgina boði ekki gott fyrir Ryder-bikarinn í ár. Keppnin fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september, og er nú orðið ansi tæpt að Tiger Woods verði á meðal keppenda. Tiger er langt frá því að komast í liðið á stigum, en hann er í 69. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Níu efstu komast sjálfkrafa í liðið en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. „Ég vel Tiger ef hann er heill og að spila vel. Þetta lítur ekki vel út núna,“ segir Watson, en Tiger hætti leik á lokadegi WCG Bridgestone-mótsins á sunnudaginn vegna meiðsla. Tiger meiddist á ný í baki eftir erfitt högg á annarri braut og var sársaukinn að gera út af við hann á níundu braut. Þar haltraði hann af velli og var keyrður á golfbíl út á bílastæði. PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og vonast Watson til þess að Tiger verði með þar. „Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg þannig hann geti spilað á PGA-meistaramótinu,“ segir Tom Watson. Tiger hætti við blaðamannafund í dag þar sem talið var að hann ætlaði að upplýsa hvort hann yrði með á Valhalla-vellinum um helgina. Umboðsmaður hans sagði svo í sms-skilaboðum til blaðamanns ESPN að of snemmt væri að segja hvort hann verður með eða ekki. Það ræðst væntanlega á morgun. Golf Tengdar fréttir Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tom Watson, fimmfaldur sigurvegari á opna breska meistaramótinu og fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, segir að meiðsli Tigers Woods um helgina boði ekki gott fyrir Ryder-bikarinn í ár. Keppnin fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september, og er nú orðið ansi tæpt að Tiger Woods verði á meðal keppenda. Tiger er langt frá því að komast í liðið á stigum, en hann er í 69. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Níu efstu komast sjálfkrafa í liðið en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. „Ég vel Tiger ef hann er heill og að spila vel. Þetta lítur ekki vel út núna,“ segir Watson, en Tiger hætti leik á lokadegi WCG Bridgestone-mótsins á sunnudaginn vegna meiðsla. Tiger meiddist á ný í baki eftir erfitt högg á annarri braut og var sársaukinn að gera út af við hann á níundu braut. Þar haltraði hann af velli og var keyrður á golfbíl út á bílastæði. PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og vonast Watson til þess að Tiger verði með þar. „Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg þannig hann geti spilað á PGA-meistaramótinu,“ segir Tom Watson. Tiger hætti við blaðamannafund í dag þar sem talið var að hann ætlaði að upplýsa hvort hann yrði með á Valhalla-vellinum um helgina. Umboðsmaður hans sagði svo í sms-skilaboðum til blaðamanns ESPN að of snemmt væri að segja hvort hann verður með eða ekki. Það ræðst væntanlega á morgun.
Golf Tengdar fréttir Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15