Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. ágúst 2014 22:15 Sigrast Rory á grýlu? vísir/getty Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann. Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? Síðasti kylfingurinn til að vinna stórmót á sama tíma og hann er í efsta sæti heimslistans sem heitir ekki Tiger Woods er Fred Couples. Þá vann Couples Masters árið 1992. Frá því að Couples vann Masters eru liðnar 1.150 vikur og vissulega var Tiger á toppi heimslistans í 683 af þessum vikum. Hann var á toppnum í tæplega 60% af þeim 90 stórmótum sem leikin hafa verið síðan Couples klæddist græna jakkanum. En það eru engir aukvissar sem náðu ekki að vinna stórmót á sama tíma og þeir báru titilinn besti kylfingur heims. Nick Faldo, Greg Norman, Nick Price, Ernie Els, David Duval, Vijay Singh, Martin Kaymer, Luke Donald og AdamScott. Margir þeirra unnu stórmót en enginn á meðan þeir voru á toppi heimslistans.Tom Lehman, Lee Westwood og McIlroy sjálfur komust allir á toppinn líka en léku ekki á stórmóti á þeim tíma. Nick Faldo vann sex stórmót og var í efsta sæti heimslistans í 97 vikur. Samt náði hann aldrei að vinna stórmót á meðan hann var á toppi listans. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort McIlroy nái að vinna PGA meistaramótið um næstu helgi. Þetta sýnir fyrst og fremst hve erfitt það er að vinna stórmót í golfi og að Tiger Woods var einstakur kylfingur sama hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.
Golf Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira