Körfubolti

Parker framlengir við Spurs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þrír góðir, Tony Parker, Tim Duncan og Manu Ginobili.
Þrír góðir, Tony Parker, Tim Duncan og Manu Ginobili. Vísir/Getty
Franski bakvörðurinn Tony Parker skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við San Antonio Spurs.

Liðið mun því tefla fram að mestu leyti óbreyttu liði á næsta tímabili eftir að hafa unnið titilinn í vor.

Aldur virðist vera afstæður í San Antonio en hinn 38 árs gamli Tim Duncan og 36 árs gamli Argentínumaðurinn Manu Ginobili hafa báðir staðfest að þeir muni leika með liðinu á næsta ári.

Mun þríeykið því leika saman tólfta tímabilið í röð og gera atlögu að fimmta meistaratitlinum sem þríeyki.

Þá hefur Greg Popovich, þjálfari liðsins, staðfest að hann muni taka annað tímabil með liðið. Hinn 65 árs gamli Popovich hefur stýrt liði San Antonio í 18 ár og er af mörgum talinn vera besti þjálfari deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×