Það er forritarinn og hönnuðurinn Aitor García Rey sem tók myndbandið saman fyrir Iceland Mag en það má sjá hér að neðan. Almannavarnadeild lögreglunnar mun funda tvívegis í dag vegna jarðhræringanna. Sérfræðingur Veðurstofunnar sagði í viðtali í gær að full ástæða væri til þess að reikna með eldgosi.
Vefmyndavél sem staðsett er á Grímsfelli um 30 kílómetra frá Bárðarbungu má sjá hér.