Íslenskur 50 króna seðill seldist á 2,2 milljónir Snærós Sindradóttir skrifar 19. ágúst 2014 12:20 Þessi seðill seldist á 2,2 milljónir króna á uppboði í Bandaríkjunum 50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
50 krónu-seðill frá árinu 1904, útgefinn af Íslandsbanka, seldist á tæplega 16.500 dollara á uppboði í Chicago hjá bandaríska uppboðsfyrirtækinu Stack’s Bowers í liðinni viku. Að viðbættri uppboðsþóknun greiðir kaupandinn um 19.300 dollara fyrir þennan fallega seðil, eða rúmlega 2,2, milljónir króna. Einnig seldist á uppboðinu 100 króna seðill frá árinu 1927, útgefinn af Landsbanka Íslands, á um 1,6 milljónir króna, en sá seðill fór aldrei í dreifingu á sínum tíma.Flestir á yfir tvöföldu matsverðiÞriðji seðillinn, 50 krónu seðill frá árinu 1921, fór á 800 þúsund krónur, fjórði, 10 krónu seðill frá árinu 1920, á 720 þúsund krónur og sá fimmti, 10 krónu seðill frá Landdsjoði, á 560 þúsund krónur. Allir umræddir seðlar fóru á allt að eða yfir tvöföldu matsverði, en þess ber að geta að upphafsverð muna á uppboðum eru allra jafna mun lægra en markaðsverð þeirra til að örva bjóðendur. Alls seldust íslenskir seðlar á uppboðinu fyrir um tíu milljónir króna. Einnig voru boðnir upp stórriddarakross og riddarakrossar en þeir seldust á mun lægra verði, sá dýrasti á aðeins 72 þúsund krónur, en það mun vera talsvert undir gangverði.Seldi mynt fyrir 1,1, milljarðUppboðsfyrirtækið Stack’s Bowers á rætur að rekja til hins áttræða fyrirtækis Stack‘s, elsta uppboðsfyrirtækis á sviði fágætra seðla og mynta í Bandaríkjunum, en það sameinaðist Bowers and Marena Auctions fyrir þremur árum síðan. Fyrirtækið státar sig meðal annars af því að hafa boðið upp þá mynt sem selst hefur dýrustu verði í heiminum, Flowing Hair Silver Dollar frá árinu 1794, en hún seldist á uppboði í New York á rúmlega 10 milljónir dollara í janúar í fyrra, eða rúmlega 1,1 milljarð króna. Sala á gömlum seðlum og mynt hefur verið í miklum blóma í Bandaríkjunum og víðar í heiminum seinustu misseri, eftirspurn verið mikil og mörg met verið slegin.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira