Næstum 3000 skjálftar á þremur dögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 23:48 Bárðarbunga í Vatnajökli Mynd/STÖÐ 2 Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Frá því að skjálftavirkni hófst í Bárðarbungu aðfaranótt laugardagsins 16. ágúst hafa mælitæki á vegum Veðurstofu Íslands numið rúmlega 2800 skjálfta á liðlega þriggja daga tímabili.Read English version here. Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð og er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 kílómetra löng og allt að 25 kílómetra breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Af skjálftunum rúmlega 2800 hafa rúmlega 950 skjálftar mælst frá miðnætti 18. ágúst, þ.e. undanfarinn sólarhring þegar þessi orð eru skrifuð. Fjöldi skjálfta hefur verið stærri en 3 stig en stærsti skjálftinn til þessa var 4,5 stig. Hann er talinn hafa átt upptök sín á sex kílómetra dýpi, um 2,4 kílómetra norðnorðaustur af Kistufelli. Hann reið yfir klukkan 02:37 í nótt og fannst allt til Akureyrar og Jökulsárlóns.Hér má skjálftaþróun frá því að virknin hóst á laugardag. Skjálftarnir eru litgreindir eftir dagsetningum og þeir sem eru stærri en 3 eru merktir sem grænar stjörnur. Þróunin í norðausturátt sést glögglega.MYND/VEÐURSTOFANSkjálftavirknin hófst upphaflega í Bárðarbungu en færist nú í átt að þyrpingum norðan og austan við eldstöðina. Stærstu skjálftarnir hafa hingað til mælst í norðanverðri þyrpingunni en skjálftavirknin er mest í þeirri austari. Frá því í morgun hefur hins vegar dregið verulega úr skjálftum í norðari þyrpingunni. Mikil virkni er þú enn í austari þyrpingunni. Tvær stórar skjálftahrinur mældust í dag milli klukkan 10:45 og 12:00 og frá 16:00 til 17:30. Fyrri hrynan færðist í norðausturátt þar sem flestir skjálftanna áttu sér stað milli Bárðarbungu og Kverkfjalla. Eins og fyrr hefur verið greint frá hafa athuganir gefið til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. Fram til þessa hafa flestir skjálftarnir átt upptök sín á um 5 til 10 kílómetra dýpi. Engin merki hafa greinst til þessa um að skjálftarnir færist ofar eða að eldvirkni sé að aukast. Veðurstofa Íslands fylgist grannt með allri þróun mála.Hér ber að líta þróun skjálftavirkninnar í dag. Eins og hér að ofan sést vel hvernig skjálftarnir færast í norðaustur. Rauður er til marks um nýlegustu skjálftana.MYND/Veðurstofan
Bárðarbunga Tengdar fréttir 700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu Miklar hræringar eru nú í fjallinu 16. ágúst 2014 15:14 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
700 skjálftar frá miðnætti Um 700 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu frá því á miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir um sé að ræða stærstu jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu í lengri tíma. 17. ágúst 2014 20:00
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28