Innlent

Forsætisráðherra fundar vegna viðbragðsáætlana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn.
Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn. Mynd/Forsætisráðuneytið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í morgun með fulltrúum ríkislögreglustjóra og almannavarna. Til fundar við forsætisráðherra komu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og sérfræðingar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram á heimasíðu ráðuneytisins.

Þar á meðal voru Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur og verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn. Þeir kynntu ráðherra þróun mála síðustu sólarhringa og þær viðbragðsáætlanir sem eru í gangi vegna hugsanlegra umbrota í Bárðarbungu.

Nýjustu fréttir af mögulegu eldgosi í Vatnajökli má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Stærsti skjálftinn til þessa

Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×