Körfubolti

Sá fyrsti í NBA af indverskum ættum er 2,26 metrar á hæð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sim Bhullar.
Sim Bhullar. Vísir/Getty
Sacramento Kings samdi um helgina við miðherjann Sim Bhullar sem varð um leið fyrsti leikmaðurinn af indverskum ættum til að semja við NBA-lið.

Sim Bhullar fær tækifæri til að vinna sér sæti í liði Sacramento Kings í vetur en til þess þarf hann að sanna sig í æfingabúðum félagsins.

Sim Bhullar er 21 árs gamall og enginn smásmíði. Hann er 2,26 metrar á hæð og yfir 160 kíló á þyngd.

Foreldrar Sim Bhullar fluttu til Kanada frá Punjab-fylki á Indlandi og miðherjinn er með kanadískt ríkisfang.

Bhullar er fæddur Ontario-fylki í Kanada en spilaði tvö tímabil með New Mexico State háskólanum þar sem hann var með 10,2 stig, 7,2 fráköst og 2,9 varin skot á meðaltali í leik.

„Ég hef alltat trúað því að Indland sé næsta ónumda svæði fyrir NBA-deildina og með því að fá til okkar hæfileikaríkan leikmann eins og Sim ætti aðeins að ýta undir vöxt körfuboltans á þessu svæði," sagði Vivek Ranadive, eigandi Sacramento Kings, eftir að hann samdi við Sim Bhullar.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×