Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham 17. ágúst 2014 12:25 Nick Watney einbeitir sér að pútti á þriðja hring. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir. Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi. Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum. Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira