Innlent

Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu?

Kristján Már Unnarsson skrifar
Haraldur Sigurðsson við hraunfoss á Fimmvörðuhálsi í mars 2010.
Haraldur Sigurðsson við hraunfoss á Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Mynd/Stöð 2.
Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996, segir í yfirliti um Bárðarbungu á vefnum eldgos.is. 

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, veltir upp þessum möguleika í grein um innri gerð Bárðarbungu, sem hann birti á vef sínum í morgun. Þar rekur hann sögu óvenjulegra jarðskjálfta í eldfjallinu og vitnar til Görans Ekström, prófessors við Columbia-háskóla. Göran telur að undir Bárðarbungu sé keilulaga jarðskorputappi og hefur túlkað skjálfta í eldstöðinni af stærðinni yfir fimm stig sem afleiðingu af þrýstingi af þessum tappa. 

„Er það orsakað af hreyfingu tappans sem Ekström sér undir Bárðarbungu? Er þá kvika að safnast fyrir í grunnu kvikuþrónni ofan tappans?“ spyr Haraldur. „Samkvæmt hans líkani er þá von á skjálftum af stærðargráðunni 5, þegar tappinn þrýstist niður,“ segir Haraldur.


Tengdar fréttir

Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss

Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni.

Ekki ólíklegt að gos hefjist

Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr kl 3 í gærmorgun heldur áfram við Bárðarbungu. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands. Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni kviku í jarðskorpunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×