Már styður breytingar á lögum um Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 15. ágúst 2014 14:54 vísir/gva Már Guðmundsson seðlabankastjóri er ánægður með þá ákvörðun fjármálaráðherra að skipa hann í embætti seðlabankastjóra í fimm ár til viðbótar, enda hafi hann sótt um stöðuna af heilum hug. Í skipunarbréfinu minnir fjármálaráðherra á að nú sé að störfum sérfræðinefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem skili af sér fyrir áramót og geti haft áhrif á störf Más á fimm ára skipunartíma hans. „Ég náttúrlega vissi það áður en ég bauð mig fram í þetta og það er reyndar ferli sem ég hef lýst yfir áður að ég styðji. Vegna þess að það er algerlega klárt að það er þörf á heildarendurskoðun á lögum um bankann og þar með talið að skoða yfirstjórn hans,“ segir Már. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðun fjármálaráðherra lág fyrir í dag þar sem hann upplýsir að hugur hans hafi um nokkurt skeið staðið til þess að hverfa aftur til starfa á alþjóðavettvangi eftir einhvern tíma. Það hafi hins vegar ekki hentað núna af persónulegum ástæðum sem og vegna verkefnastöðunnar hjá Seðlabankanum. Það hefði verið mikið rask að skipta út á þessum tímapunkti. „Þannig að það getur vel verið, alveg óháð þessum breytingum, að þá er ekki endilega víst að ég verði allt tímabilið,“ segir Már. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að hann hallaðist æ meira að því að fjölga ætti seðlabankastjórunum. „Það er náttúrlega bara Alþingis að ákveða hvernig fyrirkomulagið er. Ég ætla ekki að tjá mig um það núna. Nú er sú vinna framundan. Það eru alls konar möguleikar til og alls konar módel um það í öðrum löndum. Nú er bara nefnd að störfum og hún auðvitað leggur eitthvað til sem hún telur best. Svo hefur Alþingi lokaorðið þannig að ég geri enga athugasemd við þá vinnu,“ segir Már Guðmundsson. Tengdar fréttir Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13 Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15 Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er ánægður með þá ákvörðun fjármálaráðherra að skipa hann í embætti seðlabankastjóra í fimm ár til viðbótar, enda hafi hann sótt um stöðuna af heilum hug. Í skipunarbréfinu minnir fjármálaráðherra á að nú sé að störfum sérfræðinefnd um heildarendurskoðun laga um Seðlabankann sem skili af sér fyrir áramót og geti haft áhrif á störf Más á fimm ára skipunartíma hans. „Ég náttúrlega vissi það áður en ég bauð mig fram í þetta og það er reyndar ferli sem ég hef lýst yfir áður að ég styðji. Vegna þess að það er algerlega klárt að það er þörf á heildarendurskoðun á lögum um bankann og þar með talið að skoða yfirstjórn hans,“ segir Már. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að ákvörðun fjármálaráðherra lág fyrir í dag þar sem hann upplýsir að hugur hans hafi um nokkurt skeið staðið til þess að hverfa aftur til starfa á alþjóðavettvangi eftir einhvern tíma. Það hafi hins vegar ekki hentað núna af persónulegum ástæðum sem og vegna verkefnastöðunnar hjá Seðlabankanum. Það hefði verið mikið rask að skipta út á þessum tímapunkti. „Þannig að það getur vel verið, alveg óháð þessum breytingum, að þá er ekki endilega víst að ég verði allt tímabilið,“ segir Már. Fjármálaráðherra sagði í fréttum Stöðvar tvö í vikunni að hann hallaðist æ meira að því að fjölga ætti seðlabankastjórunum. „Það er náttúrlega bara Alþingis að ákveða hvernig fyrirkomulagið er. Ég ætla ekki að tjá mig um það núna. Nú er sú vinna framundan. Það eru alls konar möguleikar til og alls konar módel um það í öðrum löndum. Nú er bara nefnd að störfum og hún auðvitað leggur eitthvað til sem hún telur best. Svo hefur Alþingi lokaorðið þannig að ég geri enga athugasemd við þá vinnu,“ segir Már Guðmundsson.
Tengdar fréttir Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13 Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15 Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Nýr Seðlabankastjóri kynntur í dag Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjáramálaráðherra, mun tilkynna eftir hádegi í dag hver muni skipa embætti Seðlabankastjóra næstu fimm árin samkvæmt heimildum fréttastofu. 15. ágúst 2014 12:13
Yfirlýsing Más: Óvíst að hann sæki um komi til endurráðningar Már Guðmundsson segir óvist að hann muni sækja um á ný, komi til þess að endurráðið verði í yfirstjórn bankans á næstu misserum. 15. ágúst 2014 14:15
Már verður áfram seðlabankastjóri Hann mun koma til með að gegna embættinu til ársins 2019. 15. ágúst 2014 13:45