Púlsinn 14.ágúst 2014 Orri Freyr Rúnarsson skrifar 14. ágúst 2014 13:44 vinsælir tónleikar Gríðarlegt margmenni var á tónleikum X-ins í bakgarði Ellefunnar þegar Crowe steig þar á svið. Svalir bílastæðahússins við Hverfisgötu voru til dæmis þétt setnar.Fréttablaðið/daníel Nú er allt að verða klárt fyrir Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þetta er í þriðja skipti sem X977 stendur fyrir tónleikum á þessum stað á Menningarnótt og þær hljómsveitir sem koma fram í ár eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink en tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Clash ættu að fara að safna smá pening því að stórglæsilegur Ford Thunderbird bíll sem var í eigu Joe Strummer hefur verið settur í sölu á Ebay. Eins og staðan er núna er hæsta boð í bílinn tæplega $22.000. Bílinn er 63‘ módel og er víst í toppstandi.Sjöunda hljóðversplata Death Cab for Cutie kemur út eftir helgi. nordicphotos/gettyChris Walla, gítarleikari Death Cab For Cutie, hefur nú sagt skilið við hljómsveitina. Í bréfi sem hann skrifaði til aðdáenda kom fram að hljómsveitin hefði lokið upptökum vegna áttundu breiðskífu sinnar en hann muni hinsvegar spila sína síðustu tónleika með Death Cab For Cutie í næsta mánuði. Chris Walla segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld og hann muni halda áfram að styðja Death Cab For Cutie í framtíðinni og óski sveitinni alls hins besta. Hljómsveitin Kings of Leon kom fram í spjallþætti Jimmy Fallon á þriðjudaginn þrátt fyrir að hafa þurft að fresta fyrirhuguðum tónleikum næstu vikunnar eftir að trommuleikari þeirra, Nathan Followill, rifbeinsbrotnaði í undarlegu rútuslysi á dögunum. Í hans stað var enginn annar en Questlove mættur á bakvið trommusettið en hann er einmitt hluti af The Roots sem eru húshljómsveit Jimmy Fallon. Kings of Leon spiluðu lagið Family Tree í þættinum sem er nýjasta smáskífa plötunnar Mechanical Bull. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Harmageddon.is. Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon
Nú er allt að verða klárt fyrir Menningarnæturtónleika X977 og Bar 11 sem fara fram í portinu á bakvið Bar 11 laugardaginn 23.ágúst. Þetta er í þriðja skipti sem X977 stendur fyrir tónleikum á þessum stað á Menningarnótt og þær hljómsveitir sem koma fram í ár eru: Kaleo, Sólstafir, Dimma, Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Vínyll, Reykjavíkurdætur, Úlfur Úlfur, Art is Dead, Endless Dark og Major Pink en tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis. Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Clash ættu að fara að safna smá pening því að stórglæsilegur Ford Thunderbird bíll sem var í eigu Joe Strummer hefur verið settur í sölu á Ebay. Eins og staðan er núna er hæsta boð í bílinn tæplega $22.000. Bílinn er 63‘ módel og er víst í toppstandi.Sjöunda hljóðversplata Death Cab for Cutie kemur út eftir helgi. nordicphotos/gettyChris Walla, gítarleikari Death Cab For Cutie, hefur nú sagt skilið við hljómsveitina. Í bréfi sem hann skrifaði til aðdáenda kom fram að hljómsveitin hefði lokið upptökum vegna áttundu breiðskífu sinnar en hann muni hinsvegar spila sína síðustu tónleika með Death Cab For Cutie í næsta mánuði. Chris Walla segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið auðveld og hann muni halda áfram að styðja Death Cab For Cutie í framtíðinni og óski sveitinni alls hins besta. Hljómsveitin Kings of Leon kom fram í spjallþætti Jimmy Fallon á þriðjudaginn þrátt fyrir að hafa þurft að fresta fyrirhuguðum tónleikum næstu vikunnar eftir að trommuleikari þeirra, Nathan Followill, rifbeinsbrotnaði í undarlegu rútuslysi á dögunum. Í hans stað var enginn annar en Questlove mættur á bakvið trommusettið en hann er einmitt hluti af The Roots sem eru húshljómsveit Jimmy Fallon. Kings of Leon spiluðu lagið Family Tree í þættinum sem er nýjasta smáskífa plötunnar Mechanical Bull. Hægt er að sjá myndband af flutningnum á Harmageddon.is.
Harmageddon Mest lesið „Það er eins og enginn megi vita hverjir greiða veiðigjöld“ Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Margir miðlar staðfesta að skítugt fólk sé hættulegt Harmageddon Sannleikurinn: Feitasti auminginn okkar byrjar um áramótin Harmageddon „Þeir sleppa aðal sannleikanum“ Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Oasis sú hljómsveit sem flestir vilja sjá á tónleikum Harmageddon Leoncie loksins komin heim Harmageddon Upptökur í búgarði gítarleikara Strokes Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon