Tiger ekki með í Ryder-bikarnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. ágúst 2014 10:30 Tiger Woods meiddist við þetta högg á annari braut á Firestone CC-vellinum. vísir/getty Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti. Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tom Watson, fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna, þarf ekki lengur að hugsa um að velja Tiger Woods í liðið þrátt fyrir arfadapra frammistöðu hans á árinu. Tiger gaf það út í dag að hann gefur ekki kost á sér í Ryder-bikarinn vegna meiðsla, en hann meiddist enn á ný á WCG Bridgestone-mótinu fyrir tveimur vikum. „Þó ég þakki Tom Watson svo sannarlega fyrir að íhuga að velja mig, þá kemur ekki til greina að ég geti verið með,“ segir Tiger. „Læknarnir segja að bakvöðvarnir verða að fá tíma til jafna sig og þeir ráðlögðu mér að hvorki æfa né spila. Ég er mjög svekktur með að geta ekki verið með því bandaríska liðið og Ryder-bikarinn skipta mig miklu máli.“ Fyrstu níu í bandaríska liðið eru klárir samkvæmt stigalista bandaríska liðsins, en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. Hann hefur verið undir mikilli pressu að velja Tiger, en er nú laus við hana. „Tiger Woods gerir bandaríska liðinu mikinn greiða með þessu. Fyrirliðinn Tom Watson þarf nú ekki að taka þessa erfiðu ákvörðun sem hefði getað orðið slæm fyrir Bandaríkin,“ sagði IainCarter golfsérfræðingur BBC eftir tilkynningu Tigers. Tiger Woods hefur sjö sinnum verið með í Ryder-bikarnum, en aðeins verið í sigurliði einu sinni. Hann hefur ekki unnið eitt mót á árinu og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi, en það var aðeins í fjórða skiptið á ferlinum sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð á risamóti.
Golf Tengdar fréttir Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45 Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið Þrátt fyrir að hafa misst af niðurskurðinum á PGA-meistaramótinu með fimm höggum segir Tom Watson að enn sé von fyrir Tiger Woods að komast í Ryder-lið Bandaríkjanna. 13. ágúst 2014 23:45