Watson gælir enn við að velja Tiger Woods í Ryder-liðið 13. ágúst 2014 23:45 Woods hefur alls ekki fundið sig að undanförnu. AP/Getty Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þrátt fyrir að það hafi gengið mjög illa hjá Tiger Woods eftir að hann sneri aftur á golfvöllinn eftir fjögurra mánaða fjarveru segir Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, að hann sé enn að velta fyrir sér að velja Tiger í liðið. Tiger hefur aðeins spilað í átta mótum á árinu en hann hefur aðeins klárað þrjú þeirra. Þrisvar hefur hann misst af niðurskurðinum og í tveimur öðrum mótum hefur hann þurft að hætta vegna meiðsla. Þá endaði hann jafn í 117. sæti á PGA-meistaramótinu sem kláraðist um síðustu helgi og missti af niðurskurðinum með heilum fimm höggum. Watson, sem fær að velja þrjá kylfinga í liðið, segir þó að það sé enn möguleiki að hann velji Tiger enda sé hann kylfingur sem geti gert gæfumuninn á Gleneagles í haust. „Ég mun halda því opnu að velja hann í liðið, ef hann verður frískur þá væri ég kjáni að velta því ekki fyrir mér.“ „Ég mun vera í sambandi við hann á komandi vikum til þess að fylgjast með hvernig honum gengur. Ef ég vel hann í liðið mun það hafa jákvæð áhrif á alla hina í liðinu, ég er viss um það. Hann er enn Tiger Woods þrátt fyrir bakaðgerðina.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira