Bíó og sjónvarp

Lauren Bacall látin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lauren Bacall með verðlaun sín árið 2009.
Lauren Bacall með verðlaun sín árið 2009. Mynd/The Bogart Estate
Bandaríska leikkonan Lauren Bacall er látin 89 ára að aldri. Leikkonan góðkunna lét lífið af völdum hjartaáfalls í morgun.

Bacall lék í fjölmörgum myndum ásamt Humphrey Bogart en þau voru gift í tólf ár eða þar til Bogart lést. Meðal þekktra mynda Bacall má nefna To Have and Have Not, The Big Sleep, Dark Passage og Key Largo. Þá lék hún einnig í How to Marry a Millionaire með Marilyn Monroe og Desningin Woman með Gregory Peck.

Bacall fékk Tony-verðlaun fyrir frammistöðu sína í söngleiknum Applause árið 1970 og Golden Globe verðlaun og tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Mirror Has Two Faces árið 1996.

Bacall fékk heiðursverðlaun Óskarsverðlaunahátíðarinnar árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×