Körfubolti

Kaupin á Los Angeles Clippers gengin í gegn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Steve Ballmer og Adam Silver á leik hjá Clippers í vor.
Steve Ballmer og Adam Silver á leik hjá Clippers í vor. Vísir/Getty
Fréttir bárust frá Bandaríkjunum í kvöld að Steve Ballmer hefði loksins gengið frá kaupunum á körfuboltaliðinu Los Angeles Clippers. Ballmer kaupir liðið af Donald Sterling sem var skipað að selja félagið af stjórn deildarinnar.

NBA-deildin skipaði Sterling að selja félagið eftir að Sterling náðist á upptöku níða hörundsdökkt fólk í samtali við kærustu sína í vor. Sterling bað hana um að hætta að birta myndir af sér með svörtum mönnum og sérstaklega hætta að bjóða þeim eða koma með þá á leiki liðsins.

Í kjölfari þess tók NBA-deildin ákvörðun um að banna eignarhald Sterling á Clippers og neyða hann til þess að selja félagið. Málið hefur verið fyrir dómstólum undanfarnar vikur en dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að Sterling yrði að skrifa undir pappírana til þess að Ballmer geti keypt félagið.

Sterling keypti Clippers árið 1981 fyrir aðeins 12 milljónir dollara en samkvæmt heimildum ytra greiðir Ballmer sem er fyrrum framkvæmdarstjóri Microsoft 2 milljarða bandaríkjadollara fyrir Clippers.



NBA

Tengdar fréttir

Sterling neitar að selja Clippers

Donald Sterling, fráfarandi eigandi Los Angeles Clippers segist ekki ætla að selja félagið þrátt fyrir skipun NBA-deildarinnar um að selja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×