Fáðu magnesíum úr fæðunni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði. Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir
Stress-hormón geta étið upp magnesíumforða líkamans, sem gerir fólki erfitt fyrir að framkvæma auðveldustu hluti. Eiginleg einkenni magnesíumskorts eru taugatruflanir, skjálfti, vöðvaþreyta, krampi og andlegt ójafnvægi. Önnur einkenni geta verið minnkuð matarlyst, ógleði, þreyta og stress. Sjúkdómar sem geta valdið magnesíumskorti eru nýrnasjúkdómar, alkóhólismi og bólgusjúkdómar í ristli, svo einhverjir séu nefndir, en skorturinn getur einnig stafað af niðurgangi, svelti, inntöku sýklalyfja eða þvagræsandi lyfjum. Þá eru þeir sem eldri eru með minni upptöku en þeir yngri. Ef um er að ræða vægan skort má bæta úr því sjálfur með því að neyta meira magnesíums í matnum. Möndlur eru eitt dæmi um frábæra og holla fæðutegund sem er stútfull af magnesíum. Auk þess er mikið af B og E vítamínum í möndlum sem hjálpa til við að búa ónæmiskerfið undir álagstíma, kalkið eykur flæði súrefnis og næringarefna í líkamanum. Þá er einnig að finna serótónín-hormón í möndlum, sem eykur gleði.Önnur magnesíumrík matvæli eru grænt kál á borð við spínat, makríll, brún hrísgrjón, döðlur, fíkjur, rúsínur, avókadó, sojabaunir, tofú og dökkt súkkulaði.
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir