Ferðir fyrir forvitnar fjölskyldur Rikka skrifar 11. ágúst 2014 11:00 Mynd/skjáskot Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum. Heilsa Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið
Ferðafélag barnanna stendur allt árið um kring fyrir skemmtilegum og fræðandi göngu- og skoðunarferðum fyrir fjölskyldur. Ferðirnar eru allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga. Farið er í fuglaskoðunarferðir, fræðst um álfa og tröll auk þess sem staðið er fyrir hinni árlegu jólaferð en þá er haldið inn í Þórsmörk þar sem umhverfið er skoðað auk þess sem haldin er kvöldvaka og föndrað. Ferðirnar eru allar mótaðar með það í huga að fjölskyldan eigi góða stund saman og börnin fræðist um umhverfi sitt. Næsta ferð félagsins er þann 12.ágúst næstkomandi en þá verða leyndardómar Laugarnessins skoðaðir. Byrjað er á því að skoða útilistaverkin hjá Sigurjónssafni og svo er rölt með ströndinni að Skarfakletti sem stendur upp úr hvítri sandfjöru. Þar er gott að staldra við, leika sér í sandinum og reyna að brölta upp á klettinn. Í bakaleiðinni verður bankað upp á hjá kvikmyndaleikstjóranum Hrafni Gunnlaugssyni þar sem skoðuð verður risavaxin hvönn, njólar og margs konar skúlptúrar. Ferðin er tilvalin fyrir þá sem vilja brjóta upp hversdagsleikann og upplifa eitthvað nýtt og skemmtilegt með börnunum.
Heilsa Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið