Evrópskir miðlar fjalla um gosið í Holuhrauni Bjarki Ármannsson skrifar 29. ágúst 2014 10:57 Frá Dyngjujökli, eða Dynjujökli eins og hann heitir í Noregi. Vísir/Friðrik Þór Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið. Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Erlendir miðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af jarðskjálftahrinunni við Bárðarbungu og eldgosið sem hófst í Holuhrauni í nótt hefur ratað inn á helstu fréttasíður Evrópu. Bresku miðlarnir BBC og The Guardian slá því upp að Veðurstofa hefur hækkað viðvörunarstig vegna flugs yfir eldstöðinni. Það skal engan undra að Bretar hafi áhyggjur af því hvort gosið hafi áhrif á flugumferð, en askan sem barst úr gosinu í Eyjafjallajökli vorið 2010 lamaði flugumferð í Bretlandi og víðar í Evrópu. Umfjöllun BBC nú í morgun er nokkuð ítarleg, tekið er viðtal við Björn Oddsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og myndir sem Þorbjörg Ágústsdóttir, doktorsnemi við Cambridge og Íslandsmeistari í skylmingum, tók á vettvangi fylgja með. Frændur okkar Norðmenn gera gosinu skil og bæði Vg.no og Nrk.no sýna beint frá gosinu í gegnum vefmyndavél Mílu. Gert er grein fyrir því hvar nákvæmlega gýs, en athygli vekur að Vg.no talar um Dynjujökul en ekki Dyngjujökul. Danir virðast ekki hafa of miklar áhyggjur af gosinu ef marka má þarlendar fréttasíður. Á vef Jótlandspóstsins er sagt að gosið sé ekki mjög öflugt og að það sé ekki í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli eða það sem nú stendur yfir í Papúa Nýju Gíneu. Sömuleiðis er á BT birt viðtal við Rikke Pedersen, forstöðumann Norrænu eldfjallastöðvarinnar, sem segir lesendum að vera rólegir þar sem litlar líkur séu á að öskuský myndist við gosið.
Bárðarbunga Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira