Nýir eigendur og stjórn hjá Advania Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 10:43 Thomas Ivarson og Gestur G. Gestsson. MYND/AÐSEND Hluthafafundur Advania fór fram í dag þar sem kjörin var ný stjórn og nýir eigendur, AdvInvest eignuðust 57 prósent í fyrirtækinu. Framtakssjóður Íslands sem áður átti 71 prósent á nú 32 prósent og aðrir aðilar eiga því um 9.5 prósent í fyrirtækinu. Alþjóðlegir fagfjárfestar hafa því eignast tæplega 57 prósent hlut í Advania. Eiginfjárhlutfall félagsins var þá einnig aukið í 22,5 prósent en markmið að skrá félagið á markað á Íslandi og í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.Thomas Ivarson sem fer fyrir fjárfestingafélaginu AdvInvest tekur við af Finnboga Jónssyni sem stjórnarformaður félagsins. Thomas hefur reynslu úr heimi upplýsingatækninnar en undanfarna þrjá áratugi hefur hann leitt alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki á borð við CMG, Logica, WM Data og CGI. „Advania er öflugt upplýsingafyrirtæki sem hefur náð eftirtekarverðum árangri sem vakti athygli okkar á fyrirtækinu og gerir það að góðum fjárfestingarkosti. Þá er staðsetning fyrirtækisins á Íslandi mikill styrkur, meðal annars vegna legur landsins og mikils framboðs á vel menntuðu og reynslumiklu starfsfólki”, segir Thomas Ivarson. Auk Thomas Ivarson taka þau Birgitta Stymne Göransson og Bengt Engström sæti í stjórn Advania fyrir AdvInvest. Birgitta hefur reynslu á sviði heilbrigðismála og upplýsingatækni í Svíþjóð. Bengt hefur einnig reynslu úr heimi upplýsingatækninnar og hefur meðal annars verið forstjóri Fujitsu og ráðgjafi hjá BearingPoint. Auk þeirra eiga þau Katrín Olga Jóhannesdóttir og Kristinn Pálmason sæti í stjón. Varamenn eru Sampo Salonen, Rebekka Jóelsdóttir og Katarina Burton sem áður sat í aðalstjórn. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hluthafafundur Advania fór fram í dag þar sem kjörin var ný stjórn og nýir eigendur, AdvInvest eignuðust 57 prósent í fyrirtækinu. Framtakssjóður Íslands sem áður átti 71 prósent á nú 32 prósent og aðrir aðilar eiga því um 9.5 prósent í fyrirtækinu. Alþjóðlegir fagfjárfestar hafa því eignast tæplega 57 prósent hlut í Advania. Eiginfjárhlutfall félagsins var þá einnig aukið í 22,5 prósent en markmið að skrá félagið á markað á Íslandi og í Svíþjóð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.Thomas Ivarson sem fer fyrir fjárfestingafélaginu AdvInvest tekur við af Finnboga Jónssyni sem stjórnarformaður félagsins. Thomas hefur reynslu úr heimi upplýsingatækninnar en undanfarna þrjá áratugi hefur hann leitt alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki á borð við CMG, Logica, WM Data og CGI. „Advania er öflugt upplýsingafyrirtæki sem hefur náð eftirtekarverðum árangri sem vakti athygli okkar á fyrirtækinu og gerir það að góðum fjárfestingarkosti. Þá er staðsetning fyrirtækisins á Íslandi mikill styrkur, meðal annars vegna legur landsins og mikils framboðs á vel menntuðu og reynslumiklu starfsfólki”, segir Thomas Ivarson. Auk Thomas Ivarson taka þau Birgitta Stymne Göransson og Bengt Engström sæti í stjórn Advania fyrir AdvInvest. Birgitta hefur reynslu á sviði heilbrigðismála og upplýsingatækni í Svíþjóð. Bengt hefur einnig reynslu úr heimi upplýsingatækninnar og hefur meðal annars verið forstjóri Fujitsu og ráðgjafi hjá BearingPoint. Auk þeirra eiga þau Katrín Olga Jóhannesdóttir og Kristinn Pálmason sæti í stjón. Varamenn eru Sampo Salonen, Rebekka Jóelsdóttir og Katarina Burton sem áður sat í aðalstjórn.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira