Innlent

Haftasvæði fyrir flug minnkað í þrjár sjómílur

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Holuhrauni í morgun.
Frá Holuhrauni í morgun. Vísir/Hörður Finnbogason
Samgöngustofa hefur minnkað haftasvæðið umhverfis eldgosið í Holuhrauni úr tíu sjómílum í þrjár. Haftasvæðið nær enn upp í fimm þúsund fet yfir jörðu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Innan haftasvæðis er öll flugumferð bönnuð utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar. Í nótt var fyrst miðað við að svæðið næði upp í átján þúsund fet, en það var minnkað á sjötta tímanum í morgun.

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs er enn hið sama og má sjá það merkt inn á meðfylgjandi mynd.
Hættusvæði fyrir blindflug.

Tengdar fréttir

Eldgos hefur ekki áhrif á flugumferð

"Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“

Sérfræðingur Veðurstofunnar: Sprungan er nokkur hundruð metra löng

"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.

Fundað í samhæfingarmiðstöðinni

Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.

Flugu yfir gosstöðvarnar í morgun

Kristján Þór Kristjánsson flaug yfir gosstöðina í Holuhrauni í morgun. Með í för var myndatökumaðurinn Hörður Finnbogason sem tók meðfylgjandi myndband og ljósmyndir. Eins og sést hefur greinilega dregið nokkuð úr gosinu frá því þegar mest var í nótt.

„Þetta er aktívt gos“

Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð.

Hér er gosið

Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×