Erlent

Þjóðverjar í viðbragðsstöðu vegna Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Fleiri þúsund flug voru felld niður árið 2010 vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.
Fleiri þúsund flug voru felld niður árið 2010 vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Vísir/Vilhelm
Þýsk yfirvöld eru í viðbragðsstöðu vegna mögulegs öskuskýs sem kann að fylgja gosi úr Bárðarbungu. Sérhæfð flugvél og sérstakt leysigeislakerfi eru reiðubúin til notkunar, komi til eldgoss.

Talsmaður þýska samgönguráðuneytisins segir að með þessu verði á skömmum tíma hægt að ákvarða hvort flugförum stafi hætta af öskuskýi. Samgönguráðherrann Alexander Dobrindt segir leysigeislakerfið geta ákvarðað öskumagn í allt að tólf kílómetra hæð.

Í frétt ABC kemur fram að um 100 þúsund flug hafi fallið niður árið 2010 vegna ösku úr Eyjafjallajökli þar sem óttast var að askan gæti haft skaðleg áhrif á hreyfla vélanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×