Innlent

Íbúafundur á Húsavík í kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Jarðskjálftar héldu áfram í nótt og í morgun við Bárðarbungu.
Jarðskjálftar héldu áfram í nótt og í morgun við Bárðarbungu. Vísir/Friðrik Þór
Íbúafundur verður haldinn í Ljósvetningabúð á Húsavík í kvöld klukkan átta til að fara yfir málefni er varða jarðskjálftahrinuna við Bárðarbungu. Lögreglustjórinn á Húsavík, fulltrúar almannavarna ríkislögreglustjóra og Veðurstofunnar og aðrir hagsmunaaðilar standa fyrir fundinum og munu svara fyrirspurnum íbúa um málið svarað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Fundað var í vísindamannaráði almannavarna fyrr í dag og komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi orðið vart við breytingar frá því að sprungur og sigdældir sáust í jöklinum í suðaustanverðri Bárðarbungu í gærkvöldi. Talið er að þær hafi myndast vegna bráðnunar við botn.


Tengdar fréttir

Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu

Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi.

Sérfræðingarnir farnir í loftið

Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hélt í morgun ásamt sérfræðingum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands í eftirlitsflug í flugi TF-SIF á Vatnajökul.

Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir

Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu.

Tveir skjálftar yfir fimm stigum og einn stór nærri Öskju

Meiri skjálftavirkni var á Bárðarbungusvæðinu í nótt en í fyrrinótt og mældust um 500 skjálftar frá miðnætti til klukkan sex í morgun. Þar af mældust tveir yfir fimm stig og fjölmargir skjálftar upp á tvö til þrjú stig mældust einnig.

Lengist um fjóra kílómetra á dag

Síðustu tíu daga hefur berggangurinn undir Vatnajökli lengst um fjóra kílómetra á dag, að meðaltali. Sérfræðingur segir atburðinn einn þann markverðasta sem Íslendingar hafa orðið vitni að, en stærð berggangsins sé vanmetin og stefna hans beint á Öskju allrar athygli verð.

Nýir sigkatlar gætu bent til goss

Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands.

Skaftáreldar komu upp úr löngum kvikugangi

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangar, eins og sá sem nú vex undir norðanverðum Vatnajökli, geti orsakað hættuleg hamfaragos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×