Málið mikilvægt fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2014 11:39 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki koma sér á óvart. „Það var sjónarmið ríkisins í þeirri greinargerð sem skilað var að það væri ekki hægt að telja verðtrygginguna fyrirfram ósanngjarnan og ólögmætan skilmála. Að þessu leytinu til kemur niðurstaðan okkur ekki mjög á óvart,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins í verðtryggingarmálinu sem birt var í morgun.Dómstóllinn komst í morgun að þeirri niðurstöðu að tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. Bjarni tekur fram að íslenska ríkið hafi ekki átt beina aðild að málinu en skilað í því grenargerð og fylgst með framvindu þess. Hann segir þá grundvallarafstöðu að verðtryggingin sé ekki fyrirfram álitin ósanngjarn og ólögmætur samningur ekki hafa komið sér á óvart. „Heldur verður það háð mati sem að innlendir dómstólar þurfa að framkvæma á skilmálum sem eru þarna undir hvort að sú útfærsla á verðtryggingunni sem að notuð er getur talist sanngjörn og réttlæg viðskipti manna í milli.“„Mér finnst hins vegar mikilvægt að taka fram að réttur manna til að láta reyna á skilmála á borð við verðtrygginguna eða aðra skilmála í neytendasamningum er grundvallarréttur og ég geri engar athugasemdir við að menn láti reyna á hann fyrir dómstólum. Það er því ekki ástæða fyrir ríkið að fagna neitt sérstaklega,“ segir Bjarni.Nú hefði það gríðarleg áhrif á ríkissjóð hefði niðurstaðan orðið sú að verðtryggingin sé ólögmæt, er það þá ekki fagnaðarefni að svo sé ekki, að minnsta kosti að svo stöddu?„Við höfum fylgst með þessu máli vegna mikilvægis þess fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika. Þýðingin fyrir ríkið væri fyrst og fremst vegna Íbúðalánasjóðs og af þeirri ástæðu hefur málinu verið fylgt eftir af stjórnvöldum. Það verður að segjast alveg eins og er að það eru svo margir óvissuþættir í málinu sem erfitt er að meta og það verður einfaldlega að bíða niðurstöðu dómstóla.“ Tengdar fréttir Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
„Það var sjónarmið ríkisins í þeirri greinargerð sem skilað var að það væri ekki hægt að telja verðtrygginguna fyrirfram ósanngjarnan og ólögmætan skilmála. Að þessu leytinu til kemur niðurstaðan okkur ekki mjög á óvart,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um ráðgefandi álit EFTA dómstólsins í verðtryggingarmálinu sem birt var í morgun.Dómstóllinn komst í morgun að þeirri niðurstöðu að tilskipun Evrópusambandsins um neytendalán leggi ekki almennt bann við skilmálum um verðtryggingu veðlána í samningum milli veitenda og neytenda. Bjarni tekur fram að íslenska ríkið hafi ekki átt beina aðild að málinu en skilað í því grenargerð og fylgst með framvindu þess. Hann segir þá grundvallarafstöðu að verðtryggingin sé ekki fyrirfram álitin ósanngjarn og ólögmætur samningur ekki hafa komið sér á óvart. „Heldur verður það háð mati sem að innlendir dómstólar þurfa að framkvæma á skilmálum sem eru þarna undir hvort að sú útfærsla á verðtryggingunni sem að notuð er getur talist sanngjörn og réttlæg viðskipti manna í milli.“„Mér finnst hins vegar mikilvægt að taka fram að réttur manna til að láta reyna á skilmála á borð við verðtrygginguna eða aðra skilmála í neytendasamningum er grundvallarréttur og ég geri engar athugasemdir við að menn láti reyna á hann fyrir dómstólum. Það er því ekki ástæða fyrir ríkið að fagna neitt sérstaklega,“ segir Bjarni.Nú hefði það gríðarleg áhrif á ríkissjóð hefði niðurstaðan orðið sú að verðtryggingin sé ólögmæt, er það þá ekki fagnaðarefni að svo sé ekki, að minnsta kosti að svo stöddu?„Við höfum fylgst með þessu máli vegna mikilvægis þess fyrir fjármál ríkisins og stöðugleika. Þýðingin fyrir ríkið væri fyrst og fremst vegna Íbúðalánasjóðs og af þeirri ástæðu hefur málinu verið fylgt eftir af stjórnvöldum. Það verður að segjast alveg eins og er að það eru svo margir óvissuþættir í málinu sem erfitt er að meta og það verður einfaldlega að bíða niðurstöðu dómstóla.“
Tengdar fréttir Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30 „Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00 Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Verðtryggingin heldur Íslandsbanki vann fullnaðarsigur í máli gegn Gunnari V. Engilbertssyni fyrir EFTA dómstólnum. 28. ágúst 2014 09:30
„Ekkert í þessu sem kemur sérstaklega á óvart“ Lögmaður Íslandsbanka segir niðurstöðu EFTA dómstólsins ekki klára málið. 28. ágúst 2014 10:00
Rökrétt niðurstaða að mati Viðskiptaráðs Hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands segir mikilvægt að málinu ljúki hjá íslenskum dómstólum. Bendir á að seinna málið fyrir EFTA-dómstólnum er óafgreitt. 28. ágúst 2014 10:24