Innlent

Skjálfti af stærð fimm við Bárðarbungu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dyngjujökull í ljósaskiptunum um liðna helgi.
Dyngjujökull í ljósaskiptunum um liðna helgi. Vísir/Vilhelm
Jarðskjálfti af stærðinni 5 stig reið yfir 6,9 kílómetra austnorðaustur af Bárðarbungu korter yfir átta í morgun. Skjálftinn varð á þriggja kílómetra dýpi að því er segir í skjálftatöflu á vef Veðurstofunnar.

Skjálftavirknin norðan Vatnajökul var heldur minni í nótt en í fyrrinótt. Tveir skjálftar upp á fjögur stig urðu í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt og fáeinir smáskjáftar urðu í í grennd við Öskju. Hitaleiðni hefur orðið vart í Öskjuvatni.

Vísindamenn fljúga með vél TF-SIF klukkan níu áleiðis á svæðið suður af Bárðarbungu til að skoða sigdældirnar sem sáust í eftirlitsflugi þar í gær. Aðstæður til skoðunar í gær voru slæmar en reiknað er með betri skilyrðum í dag. Stórar sigdældir sem greindust í gær þóttu vísbending um að þar gæti verið gos undir jökli þótt ekki væri hægt að fullyrða það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×