Körfubolti

NBA breytir reglum

Stoðirnar undir körfunum verða færðar aftur um hálfan metra.
Stoðirnar undir körfunum verða færðar aftur um hálfan metra. Vísir/AFP
NBA-deildin hefur breytt reglum til að auka öryggi leikmanna.

Nýju reglurnar kveða á um að undirstöðurnar undir körfunum tveimur skuli vera um hálfum metra aftar en þær eru nú.

Ljósmyndurum verður sömuleiðis gert að vera lengra frá vellinum, en leikmenn sem koma fljúgandi í fangið á ljósmyndurum sem sitja fyrir aftan körfurnar er algeng sjón á leikjum í NBA.

Rod Thorn, stjórnarmaður hjá NBA-deildinni, segir að breytingarnar hafi verið löngu komnar til tals áður en Paul George, leikmaður Indiana Pacers, meiddist illa í sýningarleik bandaríska landsliðsins fyrr í mánuðinum þegar hann klessti á stólpa sem heldur körfunni uppi.

Thorn segir hins vegar að meiðsli George hafi styrkt menn í þeirri trú að breytinga væri þörf.

NBA

Tengdar fréttir

George missir af HM

Paul George varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik milli bandarísku landsliðsmannanna í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×