Körfubolti

Jared Dudley til lélegasta liðsins í NBA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dudley leggur boltann í körfuna í leik með Los Angeles Clippers.
Dudley leggur boltann í körfuna í leik með Los Angeles Clippers. Vísir/Getty
Milwaukee Bucks, sem var með versta árangur allra liða í NBA-deildinni í fyrra, og Los Angeles Clippers skipst á leikmönnum.

Milwaukee fær framherjann Jared Dudley og valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins 2017 í staðinn fyrir miðherjann Miroslav Raduljica, framherjann Carlos Delfino og valrétt í annarri umferð nýliðavalsins 2015.

Dudley var valinn af Charlotte Bobcats í nýliðavalinu 2007. Hann lék aðeins 20 leiki fyrir Gaupurnar, áður en honum var skipt til Pheonix Suns þar sem hann lék í fimm ár.

Dudley skoraði 6,9 stig að meðaltali í leik með Clippers á síðustu leiktíð. Hann náði sér ekki á strik í úrslitakeppninni, þar sem hann skoraði aðeins 1,3 stig að meðaltali í sjö leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×