2027 laxar komnir á land úr Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2014 12:00 Eystri Rangá er fyrsta áin til að fara yfir 2000 laxa múrinn í sumar en áin er komin í 2027 laxa eftir kvöldvakt gærdagsins. Ennþá er lax að ganga í ánna og hann getur gert það alveg fram í nóvember. Það er ekki óalgengt að veiðimenn í haustveiðinni í september og október veiði nýgengna lúsuga laxa sem eru ekki alltaf eins árs laxar eins og búast mætti við svo seint á tímabilinu. Það eru jafnvel dæmi um að stórlaxar séu að veiðast lúsugir í byrjun október. Veiðimenn sem hafa verið laxlausir í sumar eru þegar farnir að skoða lausa daga í Ytri og Eystri Rangá í haust til að ná í lax sem margir plana að nota til hátíðarbrigða. Á myndinni má sjá einn af þeim stórlöxum sem hafa komið upp í Eystri Rangá en þarna er veiðimaðurinn með 94 sm hæng sem veiddist á Bátsvaði. Ekki hafa borist uppfærðar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga en reikna má með því að margar árnar séu farnar að gefa lítið og kannski sérstaklega þær sem opnuðu snemma í sumar. Árið hefur verið erfitt víða en veiðimenn horfa engu að síður með bjartsýni til komandi árs og von um að göngurnar verði betri en í ár, margfalt betri. Stangveiði Mest lesið Mús í Urriðamaga Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði Eins og í lygasögu Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði
Eystri Rangá er fyrsta áin til að fara yfir 2000 laxa múrinn í sumar en áin er komin í 2027 laxa eftir kvöldvakt gærdagsins. Ennþá er lax að ganga í ánna og hann getur gert það alveg fram í nóvember. Það er ekki óalgengt að veiðimenn í haustveiðinni í september og október veiði nýgengna lúsuga laxa sem eru ekki alltaf eins árs laxar eins og búast mætti við svo seint á tímabilinu. Það eru jafnvel dæmi um að stórlaxar séu að veiðast lúsugir í byrjun október. Veiðimenn sem hafa verið laxlausir í sumar eru þegar farnir að skoða lausa daga í Ytri og Eystri Rangá í haust til að ná í lax sem margir plana að nota til hátíðarbrigða. Á myndinni má sjá einn af þeim stórlöxum sem hafa komið upp í Eystri Rangá en þarna er veiðimaðurinn með 94 sm hæng sem veiddist á Bátsvaði. Ekki hafa borist uppfærðar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga en reikna má með því að margar árnar séu farnar að gefa lítið og kannski sérstaklega þær sem opnuðu snemma í sumar. Árið hefur verið erfitt víða en veiðimenn horfa engu að síður með bjartsýni til komandi árs og von um að göngurnar verði betri en í ár, margfalt betri.
Stangveiði Mest lesið Mús í Urriðamaga Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Ásgarði Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fín ganga í Langá í gærkvöldi Veiði Mjög góð veiði síðustu daga í Hítarvatni Veiði Eins og í lygasögu Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði 3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði