Ekki bara smálaxar í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2014 09:00 Helga Jónsdóttir með 86 sm laxinn úr Langá Langá á Mýrum er komin yfir 400 laxa og þrátt fyrir að smálaxagöngur hafi orðið heldur rýrar í ár lumar áin engu að síður á stórlöxum. Hollið sem er við veiðar núna hefur veitt ágætlega og mest af laxi í hinni hefðbundnu Langárstærð sem er 4-5 pund en nokkuð hefur samt borið á laxi sem er 2-3 pund sem er sama sagan og í þeim ám þar sem smálaxagöngur hafa brugðist. En Langá hefur launað nokkrum gestum sínum heimsóknina í sumar með góðum minningum og svo var einnig í gærkvöldi þegar síðastu mínúturnar vora að líða á kvöldvaktinni. Þá stóð vaskur hópur veiðikvenna við veiðistaðinn Hreimsáskvörn og fagnaði góðum degi ásamt leiðsögumönnum. Þegar það átti að kveðja veiðistaðinn án þess að setja í lax í honum stukku laxar á breiðunni og það var nóg til þess að konurnar ákváðu að fara aftur út í ánna. 10 mínútur í níu er rennt í Hreimsáskvörn og það tók ekki nema tæpa mínútu að setja í lax. Fljótlega var það ljóst að hér var ekki dæmigerður Langárlax á færinu enda tók við 20 mínútna snörp barátta sem endaði með því að laxinn laut í lægra haldi fyrir Helgu Jónsdóttur. Laxinn mældist 86 sm og er stærsti laxinn úr Langá í sumar. Laxinum var sleppt aftur í ánna ósködduðum og bíður þess væntanlega að hrygna í haust. Á sömu vatk tók Guðrún Eva 82 sm lax í Ármótum en það var nýlega gengin hrygna og var henni einnig gefið líf. Undirritaður var svo lánsamur að vera leiðsögumaður þessara veiðikvenna og var reglulega gaman að fá að vera viðstaddur svo gott augnablik þegar stórum laxi er landað og sleppt aftur. Mikil hreyfing er á laxinum í ánni þessa dagana og ennþá, samkvæmt teljara og þeim löxum sem fara upp fossinn, eru líklega um 500-600 óveiddir laxar í ánni. Áin er í kjörvatni og góður veiðitími framundan. Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði
Langá á Mýrum er komin yfir 400 laxa og þrátt fyrir að smálaxagöngur hafi orðið heldur rýrar í ár lumar áin engu að síður á stórlöxum. Hollið sem er við veiðar núna hefur veitt ágætlega og mest af laxi í hinni hefðbundnu Langárstærð sem er 4-5 pund en nokkuð hefur samt borið á laxi sem er 2-3 pund sem er sama sagan og í þeim ám þar sem smálaxagöngur hafa brugðist. En Langá hefur launað nokkrum gestum sínum heimsóknina í sumar með góðum minningum og svo var einnig í gærkvöldi þegar síðastu mínúturnar vora að líða á kvöldvaktinni. Þá stóð vaskur hópur veiðikvenna við veiðistaðinn Hreimsáskvörn og fagnaði góðum degi ásamt leiðsögumönnum. Þegar það átti að kveðja veiðistaðinn án þess að setja í lax í honum stukku laxar á breiðunni og það var nóg til þess að konurnar ákváðu að fara aftur út í ánna. 10 mínútur í níu er rennt í Hreimsáskvörn og það tók ekki nema tæpa mínútu að setja í lax. Fljótlega var það ljóst að hér var ekki dæmigerður Langárlax á færinu enda tók við 20 mínútna snörp barátta sem endaði með því að laxinn laut í lægra haldi fyrir Helgu Jónsdóttur. Laxinn mældist 86 sm og er stærsti laxinn úr Langá í sumar. Laxinum var sleppt aftur í ánna ósködduðum og bíður þess væntanlega að hrygna í haust. Á sömu vatk tók Guðrún Eva 82 sm lax í Ármótum en það var nýlega gengin hrygna og var henni einnig gefið líf. Undirritaður var svo lánsamur að vera leiðsögumaður þessara veiðikvenna og var reglulega gaman að fá að vera viðstaddur svo gott augnablik þegar stórum laxi er landað og sleppt aftur. Mikil hreyfing er á laxinum í ánni þessa dagana og ennþá, samkvæmt teljara og þeim löxum sem fara upp fossinn, eru líklega um 500-600 óveiddir laxar í ánni. Áin er í kjörvatni og góður veiðitími framundan.
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði