Mickelson sló tvisvar í röð úr veitingasölunni | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 23:30 Phil Mickelson er maður fólksins. vísir/getty Phil Mickelson tókst það sem á varla á að vera hægt að gera á Barclays-mótinu í golfi um síðustu helgi; slá boltann tvisvar upp í veitingasöluna við flötina á fimmtu holu vallarins. Á öðrum keppnisdegi missti hann upphafshöggið langt til vinstri og endaði hann á teppinu í veitingasölunni. Eins og honum einum er lagið ákvað Mickelson ekki að taka víti heldur sló hann boltann af teppinu og að flötinni. Þetta gerðist svo aftur á þriðja keppnisdegi, en um leið og hann sló boltann heyrist hann segja: „Nei, ekki aftur.“ Boltinn lenti aftur á teppinu í veitingasölunni og aftur reyndi hann að slá boltann þaðan. Það gekk betur í seinna skiptið, en Mickelson landaði þá gullfallegu höggi inn á flötinni úr mikilli hæð, án þess að sjá flaggið eða lendingarstaðinn. Hann sló í glompu fyrri daginn og fékk skolla, en bjargaði pari í seinna skiptið. Eðlilega var mikil kátína á meðal áhorfenda sem voru að fá sér mjöð og með því. Einn þeirra bauð Mickelson bjór fyrri daginn sem hann hafnaði pent. Sprelligosar á Internetinu fóru af stað vegna atviksins og settu Mickelson í allskonar aðstæður með kassmerkinu #PhilWasHere. Þar var hann klipptur inn á myndir að undirbúa golfhögg á hinum ótrúlegustu stöðum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en nokkur dæmi um skemmtilegar aðstæður hjá Mickelson má sjá hér neðan sem og myndbönd af höggunum báða dagana og hvernig hann leysti sig úr vandræðunum..@PGATOUR#PhilWasHere (And still made par) pic.twitter.com/As7r3rt0Cz — Chad Coleman (@HashtagChad) August 23, 2014"Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get." #PhilWasHere#TheBarclayspic.twitter.com/dtIHMURtsW — The Barclays (@TheBarclaysGolf) August 23, 2014By far my favorite #PhilWasHerepic.twitter.com/VMRG1XMhEm — Robert Gillespie (@bobguy280) August 23, 2014Swearing in @PGATOUR#PhilWasHerepic.twitter.com/M6i8PCJ2H9 — Jackson (@Jwehr37) August 23, 2014#CantStop#PhilWasHerepic.twitter.com/Zi2aYzCLrn — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2014Birthplace of Canada's Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson tókst það sem á varla á að vera hægt að gera á Barclays-mótinu í golfi um síðustu helgi; slá boltann tvisvar upp í veitingasöluna við flötina á fimmtu holu vallarins. Á öðrum keppnisdegi missti hann upphafshöggið langt til vinstri og endaði hann á teppinu í veitingasölunni. Eins og honum einum er lagið ákvað Mickelson ekki að taka víti heldur sló hann boltann af teppinu og að flötinni. Þetta gerðist svo aftur á þriðja keppnisdegi, en um leið og hann sló boltann heyrist hann segja: „Nei, ekki aftur.“ Boltinn lenti aftur á teppinu í veitingasölunni og aftur reyndi hann að slá boltann þaðan. Það gekk betur í seinna skiptið, en Mickelson landaði þá gullfallegu höggi inn á flötinni úr mikilli hæð, án þess að sjá flaggið eða lendingarstaðinn. Hann sló í glompu fyrri daginn og fékk skolla, en bjargaði pari í seinna skiptið. Eðlilega var mikil kátína á meðal áhorfenda sem voru að fá sér mjöð og með því. Einn þeirra bauð Mickelson bjór fyrri daginn sem hann hafnaði pent. Sprelligosar á Internetinu fóru af stað vegna atviksins og settu Mickelson í allskonar aðstæður með kassmerkinu #PhilWasHere. Þar var hann klipptur inn á myndir að undirbúa golfhögg á hinum ótrúlegustu stöðum. Sumir voru fyndnari en aðrir, en nokkur dæmi um skemmtilegar aðstæður hjá Mickelson má sjá hér neðan sem og myndbönd af höggunum báða dagana og hvernig hann leysti sig úr vandræðunum..@PGATOUR#PhilWasHere (And still made par) pic.twitter.com/As7r3rt0Cz — Chad Coleman (@HashtagChad) August 23, 2014"Life is like a box of chocolates. You never know what you're gonna get." #PhilWasHere#TheBarclayspic.twitter.com/dtIHMURtsW — The Barclays (@TheBarclaysGolf) August 23, 2014By far my favorite #PhilWasHerepic.twitter.com/VMRG1XMhEm — Robert Gillespie (@bobguy280) August 23, 2014Swearing in @PGATOUR#PhilWasHerepic.twitter.com/M6i8PCJ2H9 — Jackson (@Jwehr37) August 23, 2014#CantStop#PhilWasHerepic.twitter.com/Zi2aYzCLrn — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2014Birthplace of Canada's
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira