Innlent

Stór skjálfti mælist við Dyngjujökul

Bjarki Ármannsson skrifar
Margir skjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna daga.
Margir skjálftar hafa mælst á svæðinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm
Stór jarðskjálfti varð við jökulsporð Dyngjujökuls rétt fyrir hádegi. Skjálftinn mældist 4,6 stig að stærð og á átta kílómetra dýpi. Að því er fram kemur í frétt á vef Veðurstofu hafa borist nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri.

Samkvæmt starfsmanni Samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð, breytir skjálftinn litlu fyrir ástandið á jöklinum, annað en að svona stór skjálfti hreyfi mikið af jörð í kring.


Tengdar fréttir

Er Bárðarbungu ekki um að kenna?

Vísindamenn hallast frekar að því að jarðhræringarnar undir Vatnajökli leiði til eldgoss. Komnar eru fram kenningar um að upptöku óróans sé frekar að leita í eldstöðvakerfi Öskju en Bárðabungu. Kröflueldar virðast vera nærtækasta dæmið um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×