Bílskúrinn: Hverjum var um að kenna í Belgíu? Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. ágúst 2014 22:45 Ricciaro fagnar eftir belgíska kappaksturinn. Vísir/Getty Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? Þetta allt og meira til verður til umfjöllunar í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Framvængur Rosberg brotnar við áreksturinn.Vísir/GettyHamilton hliðin Eftir ljómandi ræsingu hefur Lewis Hamilton eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar. Nú værir keppnin í hans höndum enda orðinn fremstur eftir að hafa ræst annar. Hann hefur þá verið of fljótur á sér. Á öðrum hring ekur Nico Rosberg upp að hlið hans og gerir heiðarlega tilraun til að koamst fram út. Tilraun sem Hamilton verst vel. Afleiðingar varnarinnar eru þær að Rosberg þarf eiginlega að aka allur út af brautinni til að halda bíl sínum heilum. Hann endar á því að aka aftan á bíl Hamilton. Þá springur dekk á bíl Bretans. Hluti af framvæng Rosberg brotnar líka af. Neyðarfundur var haldinn hjá Mercedes liðinu skömmu eftir keppnina. Hamilton kom út af þeim fundi og lét þessi orð falla „Hann (Rosberg) sagði að hann hefði gert þetta viljandi og að hann hefði getað forðast þetta atvik.“ „Hann kom inn á fundinn og sagði að þetta væri mér að kenna,“ sagði niðurlútur Hamilton eftir keppnina og fundinn. Hamilton minntist líka á Mónakó í sínum fyrstu viðrögðum eftir keppnia. Hann vildi meina að aðstæðurnar væru svipaðar og þá. Orðrómur er kominn á kreik um að Hamitlon vilji yfirgefa liðið. Það verður þó dregið í efa, sigurlöngun hans er sennilega meiri en svo að han leiti til annars liðs núna. Vissulega eru þó til þau lið sem myndi glöð taka við Lewis Hamilton.Rosberg fagnar eftir að hafa landað öðru sætinu.Vísir/GettyRosberg rökin Rosberg hefur frá því strax eftir fundinn haldið því fram að um kakkapstursatvik sé að ræða, eitthvað sem getur bara gerst í keppni. „Sem ökumenn erum við hér til að skemmta áhorfendum, okkar viðureignir á brautinni eru alltaf á ystu nöf. Mér þykir leitt að við snertumst, en ég sé þetta sem kappakstursatvik. - dómarar keppninnar voru á sama máli. Ég var hraðari á beina kaflanum og tók ytri línuna þar sem innri línan var upptekin,“ sagði Rosberg sem hjómaði viss í sinni sök, ef hún er þá einhver. „Nico fannst hann þurfa að halda sinni línu. Hann þurfti að gera það til að ná sínu fram gegn Lewis og hvað Lewis varðar fannst honum það alls ekki vera sitt að gefa Nico pláss,“ sagði Toto Wolff keppnisstjóri Mercedes eftir fundinn. „Þeir (Hamilton og Rosberg) voru sammála um að vera ósammála í mjög heitum samræðum okkar á milli, en þetta var ekki viljandi ákeyrsla. Það er af og frá,“ bætti Wolff við um fundinn og atvikið. Toto Wolff gaf svo út að Rosberg yrði þrátt fyrir allt refsað fyrir atvikið. Vísir mun fylgjast með málinu áfram.Ricciardo setti upp sparibrosið í Belgíu.Vísir/GettyMaður dagsins Titillinn maður dagsins verður ekki tekinn af Daniel Ricciardo, hann ók eins og hann ætti lífið að leysa. Honum tókst að standa á efsta þrepinu á verðlaunapallinum í þriðja sinn á sínum ferli. Allir hans sigrar í Formúlu 1 hafa komið á þessu ári. Nánar tiltekið í síðustu sex keppnum hefur Ricciardo unnið þrjár. Árið 2014 er það aðdáunarvert fyrir ökumann sem ekki ekur Mercedes bíl. „Ég trúi þessu eiginlega ekki. Þetta er aftur súrrealískt, sérstaklega þar sem þetta er Spa. Það sögðu margir, þú átt ekki möguleika hér en ég held að við höfum sýnt að við höfum góðan hraða og það kemur okkur talsvert á óvart,“ sagði hinn sí brosandi Ricciardo, sem er að verða einn vinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1.Raikkonen lauk keppni í fjórða sæti í Belgíu.Vísir/GettyKimi og fjórða sætið Kimi Raikkonen hefur átt erfitt tímabil hingað til. Hans besti árangur í keppni fyrir þá belgísku var sjötta sæti í keppninni í Ungverjalandi og hann hefur tvisvar landað 7 sæti. Belgía gekk betur og var Kimi Raikkonen líklegur á verðlaunapall framan af. Það var þó ekki alveg raunin en fjórða sætið varð hans hlutskipti á Spa brautinni í ár. Það er vert að nefna að þessi árangur Raikkonen er einnig merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti á tímabilinu lauk hann keppni ofar en liðsfélagi sinn, Fernando Alonso. „Ég held að þetta sé fyrsta keppnin í ár sem er vandræðalaus, við vorum ekki í vandræðum með bílinn eða að glíma við nein önnur vandræði og við gátum ekið okkar eigin keppni. Hraðinn var ekki slæmur en þetta er samt ekki nógu gott. Ég held að við verðskuldum ekki meira. Ef við eigu meira skilið þá endum við framar,“ sagði Raikkonen sem var óvenju málglaður eftir keppnina, enda sennilega bara frekar glaður yfir höfuð.Magnussen barðist við marga en gekk eingöngu of langt gegn Alonso.Vísir/GettyRefsingar í BelgíuKevin Magnussen á McLaren fékk 20 sekúndna refsingu eftir að hafa þvingað Fernando Alonso út af brautinni á lokaandartökum keppninnar þegar Alonso reyndi að komast fram úr danska ökumanninum. Alonso hafði sjálfur fengið refsingu fyrr í keppninni sem hann taldi hafa bundið enda á vonir sínar um verðlaunasæti. „Í ræsingunni lentum við í vandræðum með rafkerfið í bílnum. Ég held að við höfum þurft að skipta um rafgeymi á síðustu mínútunum fyrir keppni til að geta ræst bílinn,“ sagði Alonso. Vélvirkjar á hans vegum voru á brautinni eftir að allir voru beðnir um að víkja af henni svo ökumenn gætu hafið upphitunarhring. Alonso fékk svo fimm sekúndna refsingu. Hann þurfti að vera stopp á þjónustusvæðinu í fimm sekúndur áður en Ferrari liðið mátti þjónusta bíl hans í fyrsta þjónusuthléinu. „Án refsingarinnar hefði ég komið út á undan Bottas sem varð þriðji. Ég hefði getað barist um þriðja sætið við hann,“ sagði Alonso sem var almennt sáttur við Ferrari fákinn þessa helgina. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Horner: Margar ástæður fyrir erfiðleikum Vettel Liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, Christian Horner segir margar þætti valda Vettel erfiðleikum í ár. Þar á meðal sé staðreyndin að Sebastian Vettel er ekki að berjast um heimsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2014 00:01 Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30 Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Belgíski kappaksturinn sem fram fór í gær var fyrir margt athyglisverður. Daniel Ricciardo vann sína þriðju keppni og Kimi Raikkonen náði sínum besta árangri á tímabilinu. Allra augu beinast þó að Mercedes þessa stundina. Hvað er að gerast þar? Verður liðið starfhæft á næstunni? Þetta allt og meira til verður til umfjöllunar í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Framvængur Rosberg brotnar við áreksturinn.Vísir/GettyHamilton hliðin Eftir ljómandi ræsingu hefur Lewis Hamilton eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar. Nú værir keppnin í hans höndum enda orðinn fremstur eftir að hafa ræst annar. Hann hefur þá verið of fljótur á sér. Á öðrum hring ekur Nico Rosberg upp að hlið hans og gerir heiðarlega tilraun til að koamst fram út. Tilraun sem Hamilton verst vel. Afleiðingar varnarinnar eru þær að Rosberg þarf eiginlega að aka allur út af brautinni til að halda bíl sínum heilum. Hann endar á því að aka aftan á bíl Hamilton. Þá springur dekk á bíl Bretans. Hluti af framvæng Rosberg brotnar líka af. Neyðarfundur var haldinn hjá Mercedes liðinu skömmu eftir keppnina. Hamilton kom út af þeim fundi og lét þessi orð falla „Hann (Rosberg) sagði að hann hefði gert þetta viljandi og að hann hefði getað forðast þetta atvik.“ „Hann kom inn á fundinn og sagði að þetta væri mér að kenna,“ sagði niðurlútur Hamilton eftir keppnina og fundinn. Hamilton minntist líka á Mónakó í sínum fyrstu viðrögðum eftir keppnia. Hann vildi meina að aðstæðurnar væru svipaðar og þá. Orðrómur er kominn á kreik um að Hamitlon vilji yfirgefa liðið. Það verður þó dregið í efa, sigurlöngun hans er sennilega meiri en svo að han leiti til annars liðs núna. Vissulega eru þó til þau lið sem myndi glöð taka við Lewis Hamilton.Rosberg fagnar eftir að hafa landað öðru sætinu.Vísir/GettyRosberg rökin Rosberg hefur frá því strax eftir fundinn haldið því fram að um kakkapstursatvik sé að ræða, eitthvað sem getur bara gerst í keppni. „Sem ökumenn erum við hér til að skemmta áhorfendum, okkar viðureignir á brautinni eru alltaf á ystu nöf. Mér þykir leitt að við snertumst, en ég sé þetta sem kappakstursatvik. - dómarar keppninnar voru á sama máli. Ég var hraðari á beina kaflanum og tók ytri línuna þar sem innri línan var upptekin,“ sagði Rosberg sem hjómaði viss í sinni sök, ef hún er þá einhver. „Nico fannst hann þurfa að halda sinni línu. Hann þurfti að gera það til að ná sínu fram gegn Lewis og hvað Lewis varðar fannst honum það alls ekki vera sitt að gefa Nico pláss,“ sagði Toto Wolff keppnisstjóri Mercedes eftir fundinn. „Þeir (Hamilton og Rosberg) voru sammála um að vera ósammála í mjög heitum samræðum okkar á milli, en þetta var ekki viljandi ákeyrsla. Það er af og frá,“ bætti Wolff við um fundinn og atvikið. Toto Wolff gaf svo út að Rosberg yrði þrátt fyrir allt refsað fyrir atvikið. Vísir mun fylgjast með málinu áfram.Ricciardo setti upp sparibrosið í Belgíu.Vísir/GettyMaður dagsins Titillinn maður dagsins verður ekki tekinn af Daniel Ricciardo, hann ók eins og hann ætti lífið að leysa. Honum tókst að standa á efsta þrepinu á verðlaunapallinum í þriðja sinn á sínum ferli. Allir hans sigrar í Formúlu 1 hafa komið á þessu ári. Nánar tiltekið í síðustu sex keppnum hefur Ricciardo unnið þrjár. Árið 2014 er það aðdáunarvert fyrir ökumann sem ekki ekur Mercedes bíl. „Ég trúi þessu eiginlega ekki. Þetta er aftur súrrealískt, sérstaklega þar sem þetta er Spa. Það sögðu margir, þú átt ekki möguleika hér en ég held að við höfum sýnt að við höfum góðan hraða og það kemur okkur talsvert á óvart,“ sagði hinn sí brosandi Ricciardo, sem er að verða einn vinsælasti ökumaðurinn í Formúlu 1.Raikkonen lauk keppni í fjórða sæti í Belgíu.Vísir/GettyKimi og fjórða sætið Kimi Raikkonen hefur átt erfitt tímabil hingað til. Hans besti árangur í keppni fyrir þá belgísku var sjötta sæti í keppninni í Ungverjalandi og hann hefur tvisvar landað 7 sæti. Belgía gekk betur og var Kimi Raikkonen líklegur á verðlaunapall framan af. Það var þó ekki alveg raunin en fjórða sætið varð hans hlutskipti á Spa brautinni í ár. Það er vert að nefna að þessi árangur Raikkonen er einnig merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta skipti á tímabilinu lauk hann keppni ofar en liðsfélagi sinn, Fernando Alonso. „Ég held að þetta sé fyrsta keppnin í ár sem er vandræðalaus, við vorum ekki í vandræðum með bílinn eða að glíma við nein önnur vandræði og við gátum ekið okkar eigin keppni. Hraðinn var ekki slæmur en þetta er samt ekki nógu gott. Ég held að við verðskuldum ekki meira. Ef við eigu meira skilið þá endum við framar,“ sagði Raikkonen sem var óvenju málglaður eftir keppnina, enda sennilega bara frekar glaður yfir höfuð.Magnussen barðist við marga en gekk eingöngu of langt gegn Alonso.Vísir/GettyRefsingar í BelgíuKevin Magnussen á McLaren fékk 20 sekúndna refsingu eftir að hafa þvingað Fernando Alonso út af brautinni á lokaandartökum keppninnar þegar Alonso reyndi að komast fram úr danska ökumanninum. Alonso hafði sjálfur fengið refsingu fyrr í keppninni sem hann taldi hafa bundið enda á vonir sínar um verðlaunasæti. „Í ræsingunni lentum við í vandræðum með rafkerfið í bílnum. Ég held að við höfum þurft að skipta um rafgeymi á síðustu mínútunum fyrir keppni til að geta ræst bílinn,“ sagði Alonso. Vélvirkjar á hans vegum voru á brautinni eftir að allir voru beðnir um að víkja af henni svo ökumenn gætu hafið upphitunarhring. Alonso fékk svo fimm sekúndna refsingu. Hann þurfti að vera stopp á þjónustusvæðinu í fimm sekúndur áður en Ferrari liðið mátti þjónusta bíl hans í fyrsta þjónusuthléinu. „Án refsingarinnar hefði ég komið út á undan Bottas sem varð þriðji. Ég hefði getað barist um þriðja sætið við hann,“ sagði Alonso sem var almennt sáttur við Ferrari fákinn þessa helgina.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00 Horner: Margar ástæður fyrir erfiðleikum Vettel Liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, Christian Horner segir margar þætti valda Vettel erfiðleikum í ár. Þar á meðal sé staðreyndin að Sebastian Vettel er ekki að berjast um heimsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2014 00:01 Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15 Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30 Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32 Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06 Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bílskúrinn: Horfur á næsta tímabili Mörg lið eru farin að huga að uppstillingum ökumanna fyrir næsta tímabil. Hver verður hvar, hver er samningsbundinn hverjum og ætlar einhver að hætta? 20. ágúst 2014 07:00
Horner: Margar ástæður fyrir erfiðleikum Vettel Liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, Christian Horner segir margar þætti valda Vettel erfiðleikum í ár. Þar á meðal sé staðreyndin að Sebastian Vettel er ekki að berjast um heimsmeistaratitilinn. 15. ágúst 2014 00:01
Mercedesmenn fljótastir á föstudegi og Chilton mun keppa Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingunni á Spa brautinni. Max Chilton hefur endurheimt sæti sitt hjá Marussia. 22. ágúst 2014 17:15
Alonso: Ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Fernando Alonso segir að það sé ekkert öðruvísi að vinna með Kimi Raikkonen en öðrum liðsfélögum sem hann hefur haft í gegnum tíðina. 12. ágúst 2014 07:30
Ricciardo vann í Belgíu Daniel Ricciardo á Red Bull kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum rétt í þessu. Annar var Nico Rosberg á Mercedes og þriðji Valtteri Bottas á Williams. 24. ágúst 2014 13:32
Nico Rosberg á ráspól í Belgíu Nico Rosberg á Mercedes plantaði sér á ráspól fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer á morgun. Lewis Hamilton var annar og Sebastian Vettel þriðji. 23. ágúst 2014 13:06