Færð þú nægt C vítamín úr fæðunni? Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2014 15:00 Vísir/Getty Hvað er C vítamín?C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og fær eingöngu úr fæðu eða fæðubótarefnum. C vítamín er lífsnauðsynlegt og getur skortur á því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks.Hlutverk C vítamíns í líkamanumC vítamín er mikilvægt fyrir myndun bandvefja og vöxt beina. Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og er meðal annars vörn líkamans gegn sýkingum og bakteríum. C vítamín hjálpar einnig til við upptöku járns í líkamanum.C vítamínskortur og afleiðingarAlvarlegur skortur er ekki algengur hér á landi. Þeir sem eru í hættu á að fá C vítamín skort eru þeir sem neyta áfengis og eiturlyfja í óhóflegu magni og fólk sem borðar mjög einhæfa fæðu sem inniheldur ekki C vítamín. Reykingafólk getur þurft að auka C vítamín inntöku sína vegna hraðara niðurbrots C vítamíns í líkömum þeirra. Getnaðarvarnarpillan, sýkingar og aðgerðir geta einnig haft áhrif á C vítamín magn í blóði. Afleiðing alvarlegs C vítamínsskorts er skyrbjúgur og eru helstu einkenni þreyta, slen, tannholdsbólga og lausar tennur, blóðleysi, blæðingar, auking sýkingarhætta og sár eru lengur að gróa.C vítamínrík fæðaHelstu fæðutegundir sem innihalda C vítamín eru ferskt grænmeti og ávextir. Sítrusávextir, tómatar, kartöflur, jarðaber og grænt grænmeti eru góð uppspretta C vítamíns.Ráðlagður dagskammturRáðlagður dagskammtur C vítamíns er allt frá 20mg upp í 100mg daglega en það fer eftir aldri hversu mikið C vítamín líkaminn þarfnast. C vítamín er mjög mikilvægt fyrir ófrískar konur og konur með barn á brjósti. Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hvað er C vítamín?C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur og fær eingöngu úr fæðu eða fæðubótarefnum. C vítamín er lífsnauðsynlegt og getur skortur á því haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu fólks.Hlutverk C vítamíns í líkamanumC vítamín er mikilvægt fyrir myndun bandvefja og vöxt beina. Það gegnir mikilvægu hlutverki fyrir ónæmiskerfið og er meðal annars vörn líkamans gegn sýkingum og bakteríum. C vítamín hjálpar einnig til við upptöku járns í líkamanum.C vítamínskortur og afleiðingarAlvarlegur skortur er ekki algengur hér á landi. Þeir sem eru í hættu á að fá C vítamín skort eru þeir sem neyta áfengis og eiturlyfja í óhóflegu magni og fólk sem borðar mjög einhæfa fæðu sem inniheldur ekki C vítamín. Reykingafólk getur þurft að auka C vítamín inntöku sína vegna hraðara niðurbrots C vítamíns í líkömum þeirra. Getnaðarvarnarpillan, sýkingar og aðgerðir geta einnig haft áhrif á C vítamín magn í blóði. Afleiðing alvarlegs C vítamínsskorts er skyrbjúgur og eru helstu einkenni þreyta, slen, tannholdsbólga og lausar tennur, blóðleysi, blæðingar, auking sýkingarhætta og sár eru lengur að gróa.C vítamínrík fæðaHelstu fæðutegundir sem innihalda C vítamín eru ferskt grænmeti og ávextir. Sítrusávextir, tómatar, kartöflur, jarðaber og grænt grænmeti eru góð uppspretta C vítamíns.Ráðlagður dagskammturRáðlagður dagskammtur C vítamíns er allt frá 20mg upp í 100mg daglega en það fer eftir aldri hversu mikið C vítamín líkaminn þarfnast. C vítamín er mjög mikilvægt fyrir ófrískar konur og konur með barn á brjósti.
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira