700 skjálftar frá miðnætti Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2014 12:19 Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mjög mikil og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að virknin þokist áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum. Vísindaráð kom saman til fundar í morgun, en í því sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera um 35 kílómetra langur. Líkanreikningar byggðir á GPS mælingum benda til að um 300 milljón rúmmetrar af kviku séu í ganginum. GPS mælum verður bætt við norðan við Vonarskarð og á Urðarhálsi á næstu dögum. Segir að engar vísbendingar séu um að dragi úr ákafa atburðanna. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Þrír möguleikar eru þó taldir líklegastir. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist. Líklegast er að það verði við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Í þriðja lagi er mögulegt að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. „Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir t.d. gos í Bárðarbunguöskjunni en líkur á því eru mun minni á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni. Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skjálftavirkni í kringum Bárðarbungu er enn mjög mikil og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að virknin þokist áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum. Vísindaráð kom saman til fundar í morgun, en í því sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Skjálfti af stærðinni 5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 20:39 í gærkvöldi, en síðan hafa ekki orðið stórir skjálftar þar. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera um 35 kílómetra langur. Líkanreikningar byggðir á GPS mælingum benda til að um 300 milljón rúmmetrar af kviku séu í ganginum. GPS mælum verður bætt við norðan við Vonarskarð og á Urðarhálsi á næstu dögum. Segir að engar vísbendingar séu um að dragi úr ákafa atburðanna. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. Þrír möguleikar eru þó taldir líklegastir. Í fyrsta lagi að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til eldgoss. Í öðru lagi að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist. Líklegast er að það verði við norðurenda gangsins. Þá er líklegast að verði hraungos með nokkurri sprengivirkni. Í þriðja lagi er mögulegt að gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og ef til vill einnig sprengigoss með öskufalli. „Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir t.d. gos í Bárðarbunguöskjunni en líkur á því eru mun minni á þessari stundu,“ segir í tilkynningunni.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03 Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00 Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00 Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00 Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00 Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15 Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Um 450 skjálftar í nótt Skjálftavirknin í nótt og í morgun hefur verið mest á um 5 km kafla norður af jökuljaðri Dyngjujökuls og nyrst í Dyngjujökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur virknin þar færst örlítið til norðurs. Það dró úr virkninni um miðnætti en hún jókst svo aftur um klukkan tvö og fram undir klukkan fimm. 25. ágúst 2014 07:03
Vélar sneru af leið vegna hættusvæðis Nokkrar flugvélar gerðu breytingar á flugleið sinni eftir að svæði suðaustur af Íslandi var skilgreint hættusvæði á laugardag. 25. ágúst 2014 12:00
Jökulsárgljúfur áfram lokuð Að minnsta kosti 400 ferðamenn þurftu að yfirgefa Jökulsárgljúfur þegar fréttir bárust af því á laugardaginn að gos væri hafið. Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður segir að fólk hafi yfirleitt brugðist mjög vel við. 25. ágúst 2014 07:00
Ferðamenn eru forvitnir Flestir ferðamenn sem fara um Sprengisand eru rólegir yfir fréttum af eldgosahættu og fylgja ráðleggingum landvarðar. Aðrir vilja komast sem næst gossvæðinu. 25. ágúst 2014 07:00
Rétt ákvörðun að vara við eldgosi Vísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar vita ekki hvað olli óróanum sem var túlkaður sem lítið hraungos undir Dyngjujökli. Ákvörðun um að tilkynna eldgos er sögð sú eina rétta. Nú flæðir 270 milljónir rúmmetra af kviku um berggöngin undir Dyngjujökli. 25. ágúst 2014 07:00
Segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, segir Kröflumynstrið komið í Bárðarbungu. 25. ágúst 2014 07:15
Mikið magn kviku hefur safnast saman á stuttum tíma Skjálftavirkni er mikil undir Dyngjujökli og hefur færst í aukana yfir helgina. Norðurendi berggangsins sem hefur myndast undir jöklinum nær nú norður fyrir jökulinn. Versta hugsanlega sviðsmyndin að allur berggangurinn opnist sem sprunga, segir eldfjalla 25. ágúst 2014 08:55