Körfubolti

Krzyzewski búinn að velja hópinn | Lillard skilinn eftir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins.
Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins. Vísir/Getty
Mike Krzyzewski, þjálfari bandaríska landsliðsins í körfubolta, valdi í gær leikmannahóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni sem hefst í næstu viku.

Krzyzewski sem hefur verið þjálfari bandaríska landsliðsins í átta ár þurfti að vanda valið sitt vel í ár enda höfðu margir af stjörnuleikmönnum liðsins ákveðið að gefa ekki kost á sér. Má þar á meðan nefna LeBron James, Kevin Durant, Carmelo Anthony, Chris Paul, Kevin Love, Russell Westbrook og Blake Griffin.

Krzyzewski hefur notast við 16 leikmann undanfarnar vikur en Chandler Parsons, Damian Lillard, Kyle Korver og Gordon Hayward misstu sæti sitt í liðinu í dag. Hópurinn er þrátt fyrir það gríðarlega sterkur.



Leikmenn bandaríska landsliðsins eru þeir: DeMarcus Cousins (Sacramento Kings), Stephen Curry (Golden State Warriors), Anthony Davis (New Orleans Pelicans); DeMar DeRozan (Toronto Raptors), Andre Drummond (Detroit Pistons), Kenneth Faried (Denver Nuggets), Rudy Gay (Sacramento Kings), James Harden (Houston Rockets), Kyrie Irving (Cleveland Cavaliers), Mason Plumlee (Brooklyn Nets), Derrick Rose (Chicago Bulls), og Klay Thompson (Golden State Warriors).



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×