5 ástæður þess að þú ættir að byrja að stunda hugleiðslu Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2014 16:00 Vísir/Getty Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. Hugleiðsla þarf ekki að vera tímafrek athöfn en getur skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega líðan sem og árangur og einbeitingu. Það er hægt að stunda hugleiðslu hvar sem er og hún er góð fyrir alla, unga sem aldna.1. Hugleiðsla er heilsubætandi.Hugleiðsla er eitt það áhrifaríkasta sem við getum gert sjálf fyrir bætta heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að iðkun hugleiðslu getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Einnig eru rannsóknir sem gefa til kynna að hugleiðsla geti dregið úr verkjum, minnkað streitu og verki hjá krabbameinssjúklingum og dregið úr einkennum þeirra sem þjást af vefjagigt.2. Hugleiðsla dregur úr kvíða og þunglyndi.Hugleiðsla hjálpar mikið til við að slaka á líkamanum. Hún hægir á hjartslættinum og dregur úr framleiðslu stresshormóna í líkamanum sem valda streitu og kvíða. Rannsókir hafa auk þess sýnt að hugleiðsla getur hjálpað til í baráttu við þunglyndi og fíknisjúkdóma.3. Hugleiðsla hjálpar þér að sofa betur.Ef að þú átt erfitt með að sofna eða vaknar ósofinn þá gæti hugleiðsla verið eitthvað fyrir þig. Hugleiðsla fyrir svefn róar líkamann og hugann og getur hjálpað til við að festa svefn og ná betri svefni yfir nóttina.4.Hugleiðsla hjálpar þér á ná jafnvægi. Hugleiðsla er góð aðferð til þess að ná stjórn á tilfinningum þínum. Hún getur hjálpað þér að aftengja þig frá neikvæðum hugsunum og hugsanamynstrum. Þegar tilfinningarnar eru í jafnvægi verða samskipti og viðbrögð okkar heilbrigðari og auðveldari. 5.Hugleiðsla hjálpar til við einbeitingu.Hugleiðsla er frábært tól fyrir þá sem vilja ná betri árangri í námi eða starfi. Einn megintilgangur hugleiðslu er að ná að einbeita sér að einum hlut í einu. Með iðkun hugleiðslu nærðu að róa hugann, einbeita þér og nærð að halda athygli í lengri tíma í einu. Heilsa Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp
Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. Hugleiðsla þarf ekki að vera tímafrek athöfn en getur skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega líðan sem og árangur og einbeitingu. Það er hægt að stunda hugleiðslu hvar sem er og hún er góð fyrir alla, unga sem aldna.1. Hugleiðsla er heilsubætandi.Hugleiðsla er eitt það áhrifaríkasta sem við getum gert sjálf fyrir bætta heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að iðkun hugleiðslu getur stuðlað að lægri blóðþrýstingi og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum. Einnig eru rannsóknir sem gefa til kynna að hugleiðsla geti dregið úr verkjum, minnkað streitu og verki hjá krabbameinssjúklingum og dregið úr einkennum þeirra sem þjást af vefjagigt.2. Hugleiðsla dregur úr kvíða og þunglyndi.Hugleiðsla hjálpar mikið til við að slaka á líkamanum. Hún hægir á hjartslættinum og dregur úr framleiðslu stresshormóna í líkamanum sem valda streitu og kvíða. Rannsókir hafa auk þess sýnt að hugleiðsla getur hjálpað til í baráttu við þunglyndi og fíknisjúkdóma.3. Hugleiðsla hjálpar þér að sofa betur.Ef að þú átt erfitt með að sofna eða vaknar ósofinn þá gæti hugleiðsla verið eitthvað fyrir þig. Hugleiðsla fyrir svefn róar líkamann og hugann og getur hjálpað til við að festa svefn og ná betri svefni yfir nóttina.4.Hugleiðsla hjálpar þér á ná jafnvægi. Hugleiðsla er góð aðferð til þess að ná stjórn á tilfinningum þínum. Hún getur hjálpað þér að aftengja þig frá neikvæðum hugsunum og hugsanamynstrum. Þegar tilfinningarnar eru í jafnvægi verða samskipti og viðbrögð okkar heilbrigðari og auðveldari. 5.Hugleiðsla hjálpar til við einbeitingu.Hugleiðsla er frábært tól fyrir þá sem vilja ná betri árangri í námi eða starfi. Einn megintilgangur hugleiðslu er að ná að einbeita sér að einum hlut í einu. Með iðkun hugleiðslu nærðu að róa hugann, einbeita þér og nærð að halda athygli í lengri tíma í einu.
Heilsa Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning