Innlent

Stórt svæði lokað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hér má sjá flugbannsvæðið sem Veðurstofa Íslands og Samhæfingarstöð almannavarna ákváðu fyrr í dag.
Hér má sjá flugbannsvæðið sem Veðurstofa Íslands og Samhæfingarstöð almannavarna ákváðu fyrr í dag.
Stórt svæði yfir suðaustanverðu landinu er lokað fyrir flugumferð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og Samhæfingamiðstöðinni. Ákvörðun um þessa lokun er endurmetin á tveggja klukkutíma fresti.

Ákvörðun um þessa lokun er tekin á grundvelli þess að gosmökkur geti risið upp, en ennþá eru engin ummerki um gos úr lofti.

Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöðinni eru allir flugvellir opnir á Íslandi og allir þjóðvegir eru líka opnir. 

Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvernig flugvélar eru farnar að fljúga framhjá Íslandi til að forðast Dyngjujökul. 

Mynd/Flightradar24

Tengdar fréttir

Ómar fylgist með jöklinum

„Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson.

Vegir verða rofnir komi til flóðs

Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði.

Alþjóðaflugið enn opið

Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Engin ummerki um gos úr lofti

Vísindamenn um borð í flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, sem flaug yfir Dyngjujökul í dag, sáu engin ummerki um að eldgos sé hafið undir jöklinum

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum

Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Hraungos hafið undir Dyngjujökli

Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×