Innlent

Skjálftavirkni aukist gríðarlega

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá fjölda og stærð skjálftanna. Þetta skjáskot var tekið af síðu Bærings klukkan 16:45.
Hér má sjá fjölda og stærð skjálftanna. Þetta skjáskot var tekið af síðu Bærings klukkan 16:45.
Greinilega má sjá aukna skjálftavirkni í Bárðarbungu í þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði  og Vísir fjallaði um fyrr í vikunni. Til þess að búa til þetta fullkomna þrívíddarkort notast Bæring við gögn frá veðurstofunni og vefsíðunni apis.is.

Hér á kortinu fyrir neðan má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana.

Bæring er starfsmaður CCP og er 24 ára að aldri.

Vefsíðan sem hýsir þrívíddarkortið hefur verið mikið heimsótt síðan hún fór upp. „Það hefur verið þvílík umferð af fólki inni á síðunni og fólk hefur til að myndað skoðað hana í 62 mismunandi löndum. Þetta er ekkert mjög djúp pæling hjá mér, mig langaði bara að gera eitthvað kúl. Ég byrjaði á síðunni á miðnætti og var að til fimm um morguninn,“ sagði Bæring í samtali við Vísi á þriðjudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×