Innlent

Vegir verða rofnir komi til flóðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brú yfir Jökulsá á Fjöllum.
Brú yfir Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin
Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegagerðin er viðbúin því að rjúfa vegi við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum komi til flóðs vegna gossins sem nú er hafið. Vegir verða rofnir til að létta álaginu af brúnum. Tæki eru þegar við brúna á Norðausturvegi (85) í Öxarfirði og tæki á leiðinni að brúnni við Grímsstaði á Hringveginum (1).

Vegagerðarmenn höfðu tekið út hvar rétt væri að rjúfa vegina og í einu tilviki varnargarð, til að flóð í Jökulsánni færi sem mest framhjá brúnum við Grímsstaði og í Öxarfirði. Á fundi viðbragshóps Vegagerðarinnar í dag var ákveðið að hefja þegar vinnu við að verja brúarstöpla og akkeri beggja þessara hengibrúa þar sem hætta væri á að mjög stórt flóð myndi grafa undan þeim. Þær aðgerðir höfðu þá þegar verið hannaðar og rissaðar upp og undirbúningur að þeim hafinn. Tilgangurinn er að samhliða rofi á vegi myndu þessar auknu varnir gera það mögulegt að brýrnar stæðust stærra og langvinnara flóð en ella. Rof vegarins skiptir þó mestu í þessu sambandi.

Undir lok fundarins í dag komu boð um að gos væri hafið undir Dyngjujökli og þá ákveðið að flytja strax tæki að Jökulsá að Fjöllum við Grímsstaði til að rjúfa veginn, beggja vegna brúar en tæki eru þegar komin að brúnni í Öxarfirði þar sem þarf að rjúfa veg og varnargarð.

Á myndunum má meðal annars sjá þá staði þar sem vegir verða rofnir. Einnig myndir af viðbragðshópi Vegagerðarinnar en starfsmenn á Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Fellabæ, Reyðarfirði og Reykjavík tóku þátt í fundinum. 


Tengdar fréttir

Ómar fylgist með jöklinum

„Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ segir Ómar Ragnarsson.

Alþjóðaflugið enn opið

Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðva

Undirbúningar er hafinn að því að opna fjöldahjálparstöðvar á Húsavík, Kópaskeri og í grunnskólanum í Reykjahlíð á Mývatni komi til þess að byggðirnar í Kelduhverfi, Núpasveit og Öxarfirði verði rýmdar.

Aukin skjálftavirkni við Bárðarbungu

Skjálftavirkni við Bárðarbungu hefur verið að aukast í morgun og hefur aukinn órói komið fram á mælum Veðurstofu Íslands undanfarna klukkustund eða svo. Ekki sjást merki um að kvika sé á leið til yfirborðs. Skjálftarnir eru flestir á 5-10 km dýpi.

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum

Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Sigmundur Davíð kallaður út í Skógarhlíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Haraldur Jóhannesson funda nú í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð ásamt fleirum vegna gossins í Dyngjujökli.

Hraungos hafið undir Dyngjujökli

Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×