Innlent

Ómar fylgist með jöklinum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Vísir/GVA
Talið er að lítið gos sé hafið í Dyngjujökli. Að sjálfsögðu er Ómar Ragnarsson í háloftunum yfir jöklinum.

„Ég er búinn að vera hérna að horfa á jökulinn síðan í hádeginu,“ sagði Ómar þegar Vísir heyrði í honum hljóðið um þrjúleytið. Ómar hafði ekki séð merki þess að gos væri hafið en ætlaði svo sannarlega að fylgjast grannt með gangi mála.

Ómar sagðist telja töluverða aukningu í rennsli vatns vestan við jökulinn. Hann verður áfram á sveimi og ætlar að fylgjast grannt með gangi mála.


Tengdar fréttir

Alþjóðaflugið enn opið

Ekki hefur verið lokað fyrir flug til og frá landinu. Talið er að lítið gos sé hafið undir Dyngjujökli að því er kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Fólk í grennd við gosstöðvarnar hvatt til að fylgjast vel með fréttum

Búið er að loka Jökulsárgljúfrum og hafin rýming ferðamanna þaðan sem og af Dettifosssvæðinu í ljósi þess að gos er hafið undir sporði Dyngjujökuls. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að rýma íbúa- og frístundabyggð í Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpasveit.

Hraungos hafið undir Dyngjujökli

Talið er að lítið hraungos sér hafið undir Dyngjujökli. Talið er að um 150-400 metra þykkur ís sé yfir svæðinu. Litakóði fyrir flug hefur verið færður upp færður úr appelsínugulu í rautt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×